Úrval - 01.03.1968, Side 128
126
ÚRVAL
forboði þess sem í vændum var, en
það var Sgt. Peppers plötusafn, sem
sýnir svo ekki verður um villzt,
hvað í bítlana er varið, — hverju
þeir bjuggu yfir. Á þremur mánuð-
um voru seld 2.5 milljón eintök.
Þessi lög eru samin þannig að iaus-
lega skiptist á hið eldra og hið yngra,
viðhorf þess og eðli, það snarkar á
elekrótóniskri tónlist atómaldarinn-
ar, og loddarabrögðum hinnar nýju
ljóðlistar. En fyrst og fremst er
þetta vottur þess að bítlarnir eru
orðnir fullgildir tónlistarmenn.
En um leið og tónlist bítlanna varð
margbrotnaðri og örðugri að tileinka
sér, missti hún nokkuð af áhrifa-
mætti sínum yfir unglingunum. En
í staðinn fengu þeir áheyrn þrosk-
aðri og ábyrgari manna. „Allt í
einu,“ sagði George Harrison, „urð-
um við varir við það, að þeir sem
áður þóttust of góðir fyrir okkur
bítlana, eru nú komnir í hópinn sem
tignar okkur.“ f þeim hópi eru ekki
einungis nemendur í skólum, held-
ur einnig foreldrar þeirra, kennarar
og jafnvel framkvæmdastjórar fyrir-
tækja. Svo sannarlega, hafi ung-
lingarnir áður gert bítlana að skurð-
goðum sínum, koma nú fullorðnir
og gera þá að spámönnum sínum,
og það er farið að tala í alvöru um
það hve merkir þeir séu og mikil-
hæfir. Einn af sálfræðingum sagði
að bítlarnir töluðu á exístentíalist-
iskan hátt um þýðingarleysi allrar
tilveru.“
Fyrir ekki alllöngu var pop-listin
að lognast út af fyrir uppskakandi
dapurleikanum í jarmi svertingja-
tónlistar, eins og hún birtist í túlk-
un hvítra söngvara. Þá gerðist það á
öndverðum sjöunda tug aldarinnar
- þeim sem nú er að líða ■— að
bítlarnir — og ýmsir aðrir — tóku
sér fyrir hendur að endurvekja
rokkið (rockÁ'roll) með því að líkja
nákvæmlega eftir hinum uppruna-
legu tónum svertingjanna. En innan
um þetta var svo dreift nýjungum
frá bítlunum sjálfum, og spratt þar
upp ýmislegt, sem aðrir tóku að sér
að rækta enn framar — koma því
til meiri þroska. En enginn hefur
enn sem komið er farið fram úr
bítlunum, enginn sem þeir hitt á
hina réttu tóna af afli og valdi.
Satt er það, að daður þeirra við
nautnalyf og uppgjafarstemmingin í
söngnum „A Day in the Life,“ hef-
ur orðið mörgum unglingi óholl fyr-
irmynd, og mörgu foreldri hefur það
valdið stríðum áhyggjum. En þó að
þeir hafi allir játað á sig að hafa
tekið LSD, a. m. k. prófað það, er
þetta haft eftir Paul McCartney: „Ég
mæli ekki með því. Að vísu lýkur
það upp fyrir ýmsu, sem hulið var
áður, en gefur engin svör, veitir
engan skilning. Skilnings verður
hver að afla sér af eigin ramleik.“
Þegar bítlarnir tala, hlusta millj-
ónir manna á þá, — og þó varla sé
þar neina djúpa speki að hafa, en
hugmyndirnar megi sýnast allt að
því lágfleygar, þá mega þeir eiga
það, að af tali þeirra leggur hress-
andi andblæ lítillar lotningar fyrir
viðteknum „sannindum" siðum og
venjum og einkum þó hræsni, ■—-
hana er þeim uppsigað við. Unga
fólkið finnur hjá þeim einlægni og
hreinskilni, höfðingslund aðals-
manns, sem tilbúinn er að reyna
alll og prófa allt, og óhætt er að