Úrval - 01.11.1970, Blaðsíða 20
18
URVAL
búin að missa hárið um miðjan ald-
ur.
Hún hafði verið ákaflega stolt og
hreykin af rauðu lokkunum sínum,
og eftir að hún missti þá, leit hún
aldrei í spegil. Satt að segja voru
speglar bannaðir við hirðina.
Elísabet huggaði sig við meira en
sjötíu hárkollur með ýmsum litum.
Ein var úr fagurgrænu silki. Og hún
fór að dæmi Loðvíks. Enginn fékk
nokkurn tíma að sjá hana hárkollu-
lausa, nema einkaþernan hennar.
Á hverju kvöldi var bert höfuð-
ið hulið íburðarmikilli nátthúfu.
María Skotadrottning er einhver
rómantískasta sögupersóna mann-
kynssögunnar. Margir menn elsk-
uðu þessa fögru, heillandi drottn-.
ingu og hættu lífi sínu fyrir hana.
Samt sem áður varð hún líka fyrir
því að missa hárið.
Þegar henni hafði verið haldið í
fangelsi í Englandi í átján ár, skrif-
aði Elísabet drottning undir dauða-
dóm hennar. Hljóður hópur safn-
aðist fyrir utan Fotheringay kast-
ala, til að vera vitni að aftöku
þessarar ólánsömu drottningar.
Höfuðið fagra var lagt á högg-
stokkinn og öxin féll. En þegar
böðullinn lyfti sigri hrósandi upp
höfðinu, fór hrollur um fólkið, því
hárkollan datt af og sköllótt höfuð
Maríu kom í ljós.
Svipað atvik kom fyrir mörgum
árum seinna. Önnur töfrandi kona,
María Antoinette, missti hárið
skömmu eftir að hún giftist Loðvík
16. Frakkakonungi.
Því var haldið leyndu, og hún
bar alltaf íburðarmiklar og stórar
hárkollur. Þegar stjórnarbyltingin
skall á, var hún tekin til fanga
ásamt eiginmanni sínum og varp-
að í fangelsi. Hárkollan var tekin
af henni og verðirnir sem gættu
hennar, ráku upp ruddalegan hlát-
ur.
Að lokum var henni leyft að bera
einfalda hvíta nátthúfu. Þegar
drottningin frétti að hún setti að
aka gegnum götur Parísarborgar til
aftökupallsins í opnum vagni, bað
hún um slæðu til að hylja höfuð
sitt. Því var neitað, en hún fékk að
hafa húfuna á höfðinu. Rétt áður
en hún lagði höfuðið á höggstokk-
inn, tók hún af sér húfuna og mis-
kunnarlaus hlátursköll glumdu við
frá mannfjöldanum.
☆
Eiginmaðurinn segir við konuna, sem situr hágrátandi fyrir framan
sjónvarpið: „1 guðanna bænum manneskja, þetta er bara auglýsing!
Hann snýr aftur heim til hennar, þegar :hún burstar í sér tennurnár."
Líffræðingur nokkur hefur komizt að því eftir að hafa rannsakað
froska i lengri tíma, að þeir geti gert sig skiljanlega hvor við annan með
kvaki sínu. Vísindamaðurinn fullyrti, að um margar mállýzkur væri að
ræða.