Úrval - 01.11.1970, Side 34
32
ÚRVAL
að leita skjóls. Hann hafði komið
niður við vegg í fallegum velhirt-
um ávaxtagarði. í grárri morgun-
skímunni sá hann lítið sveitabýli
rétt hjá. Rautt þakið stóð upp fyrir
trén. Hann hafði ekki hugmynd um
hvort heimilisfólkið var á bandi
Þjóðverja eða bandamanna, en
hann varð að freista gæfunnar.
Hann hljóp í áttina að húsinu, og
æfði sig á þeim frönsku setningum
sem hann hafði lært, og myndu
koma að haldi í neyðartilfelli sem
þessu.
Hann barði að dyrum, og kona
um það bil þrítug opnaði dyrnar.
Hún var engin fegurðardís og hún
var ekki brosleit, en augu hennar
báru vott um rólyndi og vináttu.
Fjölskyldan sat við morgunverðar-
borðið, og minnsta barnið sat í há-
um stól og starði undrandi og hissa
á ókunna manninn.
„Ég er bandarískur hermaður,"
sagði fallhlífarhermaðurinn. „Vilj-
ið þér fela mig?“
„Já, auðvitað,“ svaraði konan og
dró hann innfyrir.
„Fljót, við verðum að flýta okk-
ur,“ sagði maður hennar. Hann tróð
hermanninum inn í stóran skáp við
hliðina á eldavélinni og lokaði hurð-
inni á eftir honum.
Fáeinum mínútum síðar komu
Þjóðverjarnir, sex SS-menn. Þeir
höfðu séð fallhlífina svífa til jarð-
ar og vissu að þetta var eina húsið
í nágrenninu. Þeir leituðu um hús-
ið hátt og lágt. Bandaríkjamaður-
inn fannst næstum undir eins og
var dreginn út úr skápnum.
Bóndinn franski, sem ekki hafði
gert annað en að fela hann, var
dæmdur án orða; það voru engin
formsatriði. Hann fékk ekki einu
sinni að kveðja konu sína. Hann
reyndi að kalla eitthvað til hennar,
þegar þeir drógu hann í burtu, en
annar SS-maðurinn sló hann á
munninn og orð hans urðu óskilj-
anleg. Þjóðverjarnir stilltu honum
upp á hlaðinu og skutu hann. Kona
hans snökkti og eitt barnið rak upp
vein. SS-mennirnir vissu hvernig
þeir áttu að fara með Frakka, sem
hafði dirfzt að fela óvin, en aftur
á móti voru þeir ósammála um
hvað þeir áttu að gera við fanga
sinn. Að lokum urðu þeir sammála
um að loka hann inni í útihúsi þar
hjá. í útihúsinu fjærst dyrunum
var lítill gluggi, sem sneri frá býl-
inu í skógarátt.... Fallhlífarher-
maðurinn tróð sér í flýti út um
gluggann og hljóp í áttina að skóg-
inum. Þjóðverjarnir heyrðu í hon
um. Þeir þutu fyrir útihúsið og
skutu á hlaupunum án þess að
hitta. En nú virtist síðasta von um
flótta brostin. Hann var kominn
inn í skóginn. Hann var mjög gis-
inn og enginn undirgróður. Hann
heyrði í leitarmönnunum allt í
kringum sig, þeir höfðu dreift sér
og leituðu skipulega og kölluðust á
og raddir þeirra færðust stöðugt
nær. Það var aðeins tímaspursmál
þar til þeir fyndu hann. Honum
virtust allar bjargir bannaðar. Og
þó, ennþá var ofurlítil von. Hann
beit á jaxlinn og ákvað að hætta á
það. Hann sneri við og tók að
hlaupa til baka. Hálfboginn hljóp
hann frá tré til trés, þar til hann
var kominn út úr skóginum. Hann
hljóp fram hjá útihúsinu, þar sem