Úrval - 01.11.1970, Qupperneq 34

Úrval - 01.11.1970, Qupperneq 34
32 ÚRVAL að leita skjóls. Hann hafði komið niður við vegg í fallegum velhirt- um ávaxtagarði. í grárri morgun- skímunni sá hann lítið sveitabýli rétt hjá. Rautt þakið stóð upp fyrir trén. Hann hafði ekki hugmynd um hvort heimilisfólkið var á bandi Þjóðverja eða bandamanna, en hann varð að freista gæfunnar. Hann hljóp í áttina að húsinu, og æfði sig á þeim frönsku setningum sem hann hafði lært, og myndu koma að haldi í neyðartilfelli sem þessu. Hann barði að dyrum, og kona um það bil þrítug opnaði dyrnar. Hún var engin fegurðardís og hún var ekki brosleit, en augu hennar báru vott um rólyndi og vináttu. Fjölskyldan sat við morgunverðar- borðið, og minnsta barnið sat í há- um stól og starði undrandi og hissa á ókunna manninn. „Ég er bandarískur hermaður," sagði fallhlífarhermaðurinn. „Vilj- ið þér fela mig?“ „Já, auðvitað,“ svaraði konan og dró hann innfyrir. „Fljót, við verðum að flýta okk- ur,“ sagði maður hennar. Hann tróð hermanninum inn í stóran skáp við hliðina á eldavélinni og lokaði hurð- inni á eftir honum. Fáeinum mínútum síðar komu Þjóðverjarnir, sex SS-menn. Þeir höfðu séð fallhlífina svífa til jarð- ar og vissu að þetta var eina húsið í nágrenninu. Þeir leituðu um hús- ið hátt og lágt. Bandaríkjamaður- inn fannst næstum undir eins og var dreginn út úr skápnum. Bóndinn franski, sem ekki hafði gert annað en að fela hann, var dæmdur án orða; það voru engin formsatriði. Hann fékk ekki einu sinni að kveðja konu sína. Hann reyndi að kalla eitthvað til hennar, þegar þeir drógu hann í burtu, en annar SS-maðurinn sló hann á munninn og orð hans urðu óskilj- anleg. Þjóðverjarnir stilltu honum upp á hlaðinu og skutu hann. Kona hans snökkti og eitt barnið rak upp vein. SS-mennirnir vissu hvernig þeir áttu að fara með Frakka, sem hafði dirfzt að fela óvin, en aftur á móti voru þeir ósammála um hvað þeir áttu að gera við fanga sinn. Að lokum urðu þeir sammála um að loka hann inni í útihúsi þar hjá. í útihúsinu fjærst dyrunum var lítill gluggi, sem sneri frá býl- inu í skógarátt.... Fallhlífarher- maðurinn tróð sér í flýti út um gluggann og hljóp í áttina að skóg- inum. Þjóðverjarnir heyrðu í hon um. Þeir þutu fyrir útihúsið og skutu á hlaupunum án þess að hitta. En nú virtist síðasta von um flótta brostin. Hann var kominn inn í skóginn. Hann var mjög gis- inn og enginn undirgróður. Hann heyrði í leitarmönnunum allt í kringum sig, þeir höfðu dreift sér og leituðu skipulega og kölluðust á og raddir þeirra færðust stöðugt nær. Það var aðeins tímaspursmál þar til þeir fyndu hann. Honum virtust allar bjargir bannaðar. Og þó, ennþá var ofurlítil von. Hann beit á jaxlinn og ákvað að hætta á það. Hann sneri við og tók að hlaupa til baka. Hálfboginn hljóp hann frá tré til trés, þar til hann var kominn út úr skóginum. Hann hljóp fram hjá útihúsinu, þar sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.