Úrval - 01.11.1970, Síða 40

Úrval - 01.11.1970, Síða 40
38 ÚRVAL hágrétu af geðshræringu, og skotið var af fallbyssum í heiðursskyni við hinn látna forseta og sameiningar- tákn. Þjóðarsorg var samstundis fyrirskipuð í öllum löndum Araba. Gamal Abdel Nasser komst til valda, þegar „Frjálsu liðsforingj- arnir“, hópur 25 liðsforingja, steyptu af stóli Faruk konungi og spilltri stjórn hans 23. júlí 1952. Spilling Faruks hefur lengi verið á allra vitorði, en opinberaðist eftir- minnilega á þessu ári, er ævisaga Faruks kom út í Englandi og vakti mikla athygli. Verður ekki um það deilt, að aldrei hefur nokkur þjóð- höfðingi á okkar dögum sýnt af sér viðlíka siðleysi og manndóms- skort og hann. Allt frá unga aldri sveið Nasser sárt niðurlæging Egyptalands, sem laut yfirráðum Breta. Hann setti sér snemma það takmark að koma á byltingu og hefja þjóð sína aftur til vegs og virðingar. Hann var fæddur í janúar 1918 og var elzt- ur átta barna póstafgreiðslumanns í Assiut-héraði í ofanverðu Egypta- landi. Hann var sendur til frænda síns í Kairó og settur þar til mennta. Hann innritaðist í egypzka herskólann 1937 og var sendur að námi loknu til heimahéraðs síns og tveimur árum síðar til Alexandríu. Á þessum árum kynntist hann mörgum þeim mönnum, sem síðar urðu nánustu samstarfsmenn hans. Nasser skýrir sjálfur svo frá í ævisögu sinni að í augum hans og féla?a hans hafi árið 1945 verið upphaf byltingarinnar. Á árunum eftir heimsstyrjöldina síðari unnu Nasser og félagar hans kappsamlega að því að afla málstað sínum og hugsjónum stuðnings. Hann barðist sem sjálfboðaliði í styrjöld Araba og ísraelsmanna 1948 og honum féll ósigurinn þungt. Skipulagningu herja Araba var mjög ábótavant og nánast engin samvinna þeirra í milli. Eftir styrjöldina efldu „Frjálsu liðsforingjarnir" mjög ítök sín í egypzka hernum og unnu markvisst en með mikilli leynd að undirbúningi byltingarinnar, sem loks var gerð í júlímánuði árið 1952. Enda þótt Nasser hefði verið aðalleiðtogi byltingarmanna, varð Naguib hershöfðingi kjörinn for- seti byltingarstjórnarinnar sam- kvæmt tillögu Nassers, en sjálfur lét hann sér nægja til að byrja með að vera varaformaður byltingar- ráðsins. f september 1952 var Naguib for- sætisráðherra, og þegar lýðveldi var sett á stofn í Egyptalandi 1953, varð Naguib forseti og forsætisráð- herra í senn, en Nasser aðeins vara- forsætisráðherra og að auki innan- ríkisráðherra. Fyrsta verkefni bylt- ingarstjórnarinnar var að skipta jörðum stórlandeigenda milli smá- bænd.a. Tveir öflugir hópar, komm- únistar og svokallað Bræðralag Múhameðstrúarmanna, voru á önd- verðum meiði við stjórnina og voru þeir því þegar brotnir á bak aftur. Jafnframt tók að bera á missætti innan byltingarstiórnarinnar. Ann- ars vegar var hinn íhaldssami arm- ur undir forsæti Naguibs, en hins vegar hinir róttækari ráðamenn með Nasser í broddi fylkingar. Nasser taldi herforingjastjórn nauðsynlega til þess að unnt yrði að ná mark-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.