Úrval - 01.11.1970, Qupperneq 40
38
ÚRVAL
hágrétu af geðshræringu, og skotið
var af fallbyssum í heiðursskyni við
hinn látna forseta og sameiningar-
tákn. Þjóðarsorg var samstundis
fyrirskipuð í öllum löndum Araba.
Gamal Abdel Nasser komst til
valda, þegar „Frjálsu liðsforingj-
arnir“, hópur 25 liðsforingja,
steyptu af stóli Faruk konungi og
spilltri stjórn hans 23. júlí 1952.
Spilling Faruks hefur lengi verið á
allra vitorði, en opinberaðist eftir-
minnilega á þessu ári, er ævisaga
Faruks kom út í Englandi og vakti
mikla athygli. Verður ekki um það
deilt, að aldrei hefur nokkur þjóð-
höfðingi á okkar dögum sýnt af
sér viðlíka siðleysi og manndóms-
skort og hann.
Allt frá unga aldri sveið Nasser
sárt niðurlæging Egyptalands, sem
laut yfirráðum Breta. Hann setti
sér snemma það takmark að koma
á byltingu og hefja þjóð sína aftur
til vegs og virðingar. Hann var
fæddur í janúar 1918 og var elzt-
ur átta barna póstafgreiðslumanns
í Assiut-héraði í ofanverðu Egypta-
landi. Hann var sendur til frænda
síns í Kairó og settur þar til
mennta. Hann innritaðist í egypzka
herskólann 1937 og var sendur að
námi loknu til heimahéraðs síns og
tveimur árum síðar til Alexandríu.
Á þessum árum kynntist hann
mörgum þeim mönnum, sem síðar
urðu nánustu samstarfsmenn hans.
Nasser skýrir sjálfur svo frá í
ævisögu sinni að í augum hans og
féla?a hans hafi árið 1945 verið
upphaf byltingarinnar. Á árunum
eftir heimsstyrjöldina síðari unnu
Nasser og félagar hans kappsamlega
að því að afla málstað sínum og
hugsjónum stuðnings. Hann barðist
sem sjálfboðaliði í styrjöld Araba
og ísraelsmanna 1948 og honum
féll ósigurinn þungt. Skipulagningu
herja Araba var mjög ábótavant og
nánast engin samvinna þeirra í
milli. Eftir styrjöldina efldu
„Frjálsu liðsforingjarnir" mjög ítök
sín í egypzka hernum og unnu
markvisst en með mikilli leynd að
undirbúningi byltingarinnar, sem
loks var gerð í júlímánuði árið
1952. Enda þótt Nasser hefði verið
aðalleiðtogi byltingarmanna, varð
Naguib hershöfðingi kjörinn for-
seti byltingarstjórnarinnar sam-
kvæmt tillögu Nassers, en sjálfur
lét hann sér nægja til að byrja með
að vera varaformaður byltingar-
ráðsins.
f september 1952 var Naguib for-
sætisráðherra, og þegar lýðveldi
var sett á stofn í Egyptalandi 1953,
varð Naguib forseti og forsætisráð-
herra í senn, en Nasser aðeins vara-
forsætisráðherra og að auki innan-
ríkisráðherra. Fyrsta verkefni bylt-
ingarstjórnarinnar var að skipta
jörðum stórlandeigenda milli smá-
bænd.a. Tveir öflugir hópar, komm-
únistar og svokallað Bræðralag
Múhameðstrúarmanna, voru á önd-
verðum meiði við stjórnina og voru
þeir því þegar brotnir á bak aftur.
Jafnframt tók að bera á missætti
innan byltingarstiórnarinnar. Ann-
ars vegar var hinn íhaldssami arm-
ur undir forsæti Naguibs, en hins
vegar hinir róttækari ráðamenn með
Nasser í broddi fylkingar. Nasser
taldi herforingjastjórn nauðsynlega
til þess að unnt yrði að ná mark-