Úrval - 01.11.1970, Síða 48

Úrval - 01.11.1970, Síða 48
46 URVAL um kaupa miða í asnahappdrætti.“ í bænum var nýstofnuð leik- fangaverzlun, þar sem var hið mesta úrval af risavöxnum, upp- stoppuðum böngsum, gíröffum, fíl- um og því sjálfsagt einnig ösnum. Því hélt ég, að þetta asnahappdrætti væri bara auglýsingabrella á veg- um verzlunar þessarar. Ég gaf Me- lissu því peningana, og hún hvarf. Ég var búinn að raka saman lauf- blöðunum síðdegis og var að fara inn, þegar síminn hringdi. Jane svaraði hringingunni: „Halló? Ó, halló, Jennifer. (Jennifer, elzta af- kvæmið, var 11 ára gamalt). „Hvað segirðu? Gerðirðu hvað? Vannstu? En gaman! Auðvitað máttu koma með hann heim, elskan. Farðu bara varlega, þegar þú ferð yfir götur. Bless.“ Jane lagði frá sér símatækið og sagði með undrunarhreim í rödd- inni: „Jennifer segir, að hún hafi unnið asna.“ Ég skýrði henni frá asnahapp- drættinu og leikfangaverzluninni og uppstoppuðu dýrunum. Svo sett- ist ég og lét fara vel um mig. Augnabliki síðar hélt ég, að ég væri að fá of háan blóðþrýsting. Ég gat heyrt eitthvað suðandi hljóð mjög greinilega. Ég nefndi þetta við Jane. Hún heyrði líka þetta sama hljóð. „Hvað heldurðu, að þetta sé?" spurði hún. „Mér finnst það hljóma eins og hávaði frá hóp af fólki, sem er allt að kjafta." í rauninni hljómaði þetta eins og heil mannþyrping væri að kjafta. Jane stóð við framgluggann. Skyndilega tók ég eftir því, að á andlit hennar kom svipur, sem maður gæti búizt við á andliti hol- lenzkrar stúlku, sem er nýbúin að taka eftir því, að sjávarvarnar- garður hefur rofnað og sjórinn er farinn að flæða yfir láglendið. Ég spratt á fætur og gekk til hennar. Ég horfði út yfir grasflötina okk- ar og alla leið út á götu, en þaðan virtust þessi síhækkandi hljóð ber- ast. Þarna var í sannleika heil mannþyrping! Þarna voru heilar hjarðir af börnum, hlæjandi, hopp- andi og hlaupandi í áttina að hús- inu okkar. Þarna var líka fullorð- ið fólk, og ýmsir nágrannar okkar. Og þeir virtust líka vera í óvenju- lega gáskafullu skapi, sprellfjörug- ir og brosandi, bendandi og mas- andi saman á glaðlegan hátt. Og svo þegar skrúðgangan nálgað'ist enn meira gangstíginn okkar, kom- um við loks auga á miðdepilinn, sem athygli allra beindist að. Og þarna var Jennifer umkringd glaðri og brosandi mannþyrpingu. Yfir andliti hennar hvíldi innileg- ur hamingjusvipur, þegar hún nálg- aðist okkur vaggandi á baki ósvik- ins asna! Ég komst brátt að því, að leikfangaverzlunin átti ekki neina aðild að þessu fyrirtæki. Happdrættinu hafði verið komið á laggirnar af Demokrataflokki Löngueyjar, og krakkarnir mínir voru nýbúnir að vinna „heilladýr" kosningabaráttunnar í happdrætti, sem dregið hafði verið í rétt fyrir lok hennar. Þessi hjörð æstra barna og for- vitinna nágranna kom nú upp eft- ir garðstígnum okkar og líka þvert
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.