Úrval - 01.11.1970, Page 49
ASNINN SEM KOM ÖLLUM í GOTT SKAP
47
yfir grasflötina. Jane starði með
hryllingssvip á aðfarirnar, er úr-
valsgrasið okkar, sem dekrað hafði
verið við á alla lund, var traðkað
niður og flötin tók að breyta um
lit og varð smám saman leðjubrún.
Alltaf fjölgaði í garðinum. Eg er
viss um, að það voru saman kom-
in hundrað börn og nágrannar á
grasflötinni okkar.
Krakkarnir okkar voru auðvitað
í fylkingarbrjósti þessarar fríðu
fylkingar, og þau sungu stöðugt
æðislega: „Við unnum! Við unn-
um! Við unnum!“
Flest skynsamt fólk hefði við
svipaðar aðstæður sett slagbranda
við útidyrnar og hlaðið vígi að baki
þeim og þvertekið fyrir að svara
nokkrum bjölluhringingum. ,Eg veit
ekki, hvers vegna ég er ekki svona
skynsamur. Þess í stað starði ég
furðulostinn á aðfarirnar, þar sem
ég stóð við gluggann. Og skepnan
þarna úti starði líka á mig. Við
horfðumst í augu um stund. Asn-
inn hafði mjög dökkbrún augu.
Hann hafði risavaxin eyru, löng,
svört augnahár og risavaxinn, bog-
myndaðan munn. Munnsvipurinn
minnti á trúð, sem er búinn að
mála á sig risavaxinn munn langt
út á kinnar. Er ég hélt áfram að
stara á hann, bretti hann efri vör-
ina upp með eins konar fyrirlitn-
ingarsvip, svo að sást í tennurnar.
Og svo lokaði hann augunum leti-
lega.
Kettlingarnir okkar höfðu allir
forðað sér upp í tré undan mann-
grúanum. Hundurinn okkar hafði
skriðið lengst undir legubekkinn
og lá þar skjálfandi. Uppi á lofti
höfðu tveir yngstu krakkarnir
vaknað af síðdegisblundi sínum og
voru byrjaðir að öskra af hjartans
lyst. Það var hungurhljómur í
röddum þeirra. En samt hvarflaði
sú skynsamlega lausn aldrei að
mér að losa mig sem fyrst við þessa
skepnu.
Ég tautaði bara: „Jæja, nú eig-
um við asna.“
„HANN ER SLOPPINN ÚT“
Til allrar hamingju voru enn
eftir nokkrir dagar af kosninga-
baráttunni, svo að við hlutum ekki
eignarhald á skepnunni tafarlaust.
Sá frestru veitti okkur tækifæri til
þess að, gera nauðsynlegar ráðstaf-
anir og vinna nauðsynlegt undir-
búningsstarf. Næsta sunnudag rak
ég bílinn okkar út úr griðastað
hans með hjálp krakkanna og
reisti þar skilrúm. Þannig fékkst
bás, sem var átta ferfet á stærð.
Þetta átti að verða heimili skepn-
unnar. Við keyptum birgðir af
smára og hundrað poka af Omo-
lene, sem inniheldur hafra, hrá-
sykurleðju, korn, sojabáunir, málm-
efni og líklega einnig kavíar eftir
verðinu að dæma. Það er einmitt
þetta, sem veðhlaupahestar lifa á,
þegar þeir eru alltaf fyrstir í mark.
Jæja, kosningadagurinn kom og
fór. John Kennedy var kosinn for-
seti, og næsta sunnudag héldum
við af stað til þess að ná í verð-
launin í kosningahappdrætti Demo-
krataflokksins. Demokratarnir voru
svo elskulegir að lána okkur gaml-
an, yfirbyggðan flutningabíl, sem
þeir notuðu í kosningaherferðum
sínum, og áttum við að flytja
skepnuna á kosningabíl þessum.