Úrval - 01.11.1970, Blaðsíða 49

Úrval - 01.11.1970, Blaðsíða 49
ASNINN SEM KOM ÖLLUM í GOTT SKAP 47 yfir grasflötina. Jane starði með hryllingssvip á aðfarirnar, er úr- valsgrasið okkar, sem dekrað hafði verið við á alla lund, var traðkað niður og flötin tók að breyta um lit og varð smám saman leðjubrún. Alltaf fjölgaði í garðinum. Eg er viss um, að það voru saman kom- in hundrað börn og nágrannar á grasflötinni okkar. Krakkarnir okkar voru auðvitað í fylkingarbrjósti þessarar fríðu fylkingar, og þau sungu stöðugt æðislega: „Við unnum! Við unn- um! Við unnum!“ Flest skynsamt fólk hefði við svipaðar aðstæður sett slagbranda við útidyrnar og hlaðið vígi að baki þeim og þvertekið fyrir að svara nokkrum bjölluhringingum. ,Eg veit ekki, hvers vegna ég er ekki svona skynsamur. Þess í stað starði ég furðulostinn á aðfarirnar, þar sem ég stóð við gluggann. Og skepnan þarna úti starði líka á mig. Við horfðumst í augu um stund. Asn- inn hafði mjög dökkbrún augu. Hann hafði risavaxin eyru, löng, svört augnahár og risavaxinn, bog- myndaðan munn. Munnsvipurinn minnti á trúð, sem er búinn að mála á sig risavaxinn munn langt út á kinnar. Er ég hélt áfram að stara á hann, bretti hann efri vör- ina upp með eins konar fyrirlitn- ingarsvip, svo að sást í tennurnar. Og svo lokaði hann augunum leti- lega. Kettlingarnir okkar höfðu allir forðað sér upp í tré undan mann- grúanum. Hundurinn okkar hafði skriðið lengst undir legubekkinn og lá þar skjálfandi. Uppi á lofti höfðu tveir yngstu krakkarnir vaknað af síðdegisblundi sínum og voru byrjaðir að öskra af hjartans lyst. Það var hungurhljómur í röddum þeirra. En samt hvarflaði sú skynsamlega lausn aldrei að mér að losa mig sem fyrst við þessa skepnu. Ég tautaði bara: „Jæja, nú eig- um við asna.“ „HANN ER SLOPPINN ÚT“ Til allrar hamingju voru enn eftir nokkrir dagar af kosninga- baráttunni, svo að við hlutum ekki eignarhald á skepnunni tafarlaust. Sá frestru veitti okkur tækifæri til þess að, gera nauðsynlegar ráðstaf- anir og vinna nauðsynlegt undir- búningsstarf. Næsta sunnudag rak ég bílinn okkar út úr griðastað hans með hjálp krakkanna og reisti þar skilrúm. Þannig fékkst bás, sem var átta ferfet á stærð. Þetta átti að verða heimili skepn- unnar. Við keyptum birgðir af smára og hundrað poka af Omo- lene, sem inniheldur hafra, hrá- sykurleðju, korn, sojabáunir, málm- efni og líklega einnig kavíar eftir verðinu að dæma. Það er einmitt þetta, sem veðhlaupahestar lifa á, þegar þeir eru alltaf fyrstir í mark. Jæja, kosningadagurinn kom og fór. John Kennedy var kosinn for- seti, og næsta sunnudag héldum við af stað til þess að ná í verð- launin í kosningahappdrætti Demo- krataflokksins. Demokratarnir voru svo elskulegir að lána okkur gaml- an, yfirbyggðan flutningabíl, sem þeir notuðu í kosningaherferðum sínum, og áttum við að flytja skepnuna á kosningabíl þessum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.