Úrval - 01.11.1970, Side 54

Úrval - 01.11.1970, Side 54
52 ÚRVAL ist yggla sig heilmikið og tauta ým- islegt fyrir munni sér. Og margt skrifaði hann á spjaldið sitt. Svo settist hann á heypoka. í rauninni var þetta prýðilegur, skapgóður náungi. Og honum þótti í raun og veru mjög vænt um dýr. Hann róaði okkur fljótlega. Hann hrósaði þeim Chris og Jon fyrir það, hve básinn væri hreinn. (Þeir mokuðu hann og sópuðu vandlega kvölds og morgna og lögðu nýjan hálm í hann). Hann sagðist hafa komið vegna ósköp venjulegrar kvörtunar, en hann sagði, að við hefðum ekkert að óttast, hvað hann sjálfan snerti. Hann sagði, að Jack væri heilbrigður asni, mesta prýð- isskepna. Hann spurði, hvort Jack fengi næga hreyfingu, og við sýnd- um honum snúruna, sem strengd hafði verið milli trjánna. Hann sagði, að þetta væri líka prýðileg hugmynd. En samt stakk hann upp á því, að við létum Jack fá svo- lítið meiri hreyfingu. Hann stakk upp á því, að börnin fengju að koma á bak honum öðru hverju, enda hlytu þau að hafa gaman af því. Því keypti Jane notaðan smá- hestahnakk næsta dag. Og um kvöldið hófust kvöld- og næturút- reiðartúrarnir, sem tóku smám saman að skipa sess meðal helztu merkisviðburða í bænum. Christo- pher fann gamla, mjúka baðmottu, sem reyndist hin bezta hnakk- ábreiða. Og svo lagði hann á Jack inni í bílskúrnum skömmu fyrir myrkur. Ég var of mikil skræfa til þess að taka þátt í þessum skrúð- göngum í fullri dagsbirtu. Þegar Jack var einn, hélt hann þangað, sem hann sjálfur vildi fara. Og sama var að segja, þótt einhver sæti á baki hans. Það var sama, hver reiðmaðurinn var. Jack réð alltaf ferðinni. Venjulega teymdi Chris eða ég Jack. Ég lyfti tveim krökkum á bak, setti annan í hnakkinn og hinn fyrir aftan hnakkinn. Síðan festi ég kaðli í munnhringinn á múlbandinu og teymdi Jack út á götu. En á eftir fylgdu svo hinir krakkarnir. „í guðanna bænum, hafið þið ekki hátt!“ sagði ég. „Við viljum ekki vekja meiri athygli en nauð- synlegt er.“ En við vöktum samt næga at- hygli, jafnvel þótt dimmt væri orð- ið. Fólk, sem var að koma heim úr vinnu síðla kvölds, slóst oft í hóp- inn og rabbaði við okkur á leið sinni eftir gangstéttunum, sem þaktar voru þurrum laufum, enda var komið fram í nóvember. Eg held, að það hafi verið einhver þörf, sem blundaði innra með þessu nútímafólki, er það fékk fullnægt á þennan hátt. Það var vant að flýta sér stöðugt, en sumt af þessu fylgdarfólki okkar virtist njóta þess mjög að fá tækifæri til þess að lötra hægt áfram. Það var ekki um annað að ræða, því að það var Jack, sem réð gönguhraðanum. Brian var þá pínulítill, og það var erfitt að koma honum í svefn á kvöldin. En við uppgötvuðum, að hann sofnaði alltaf fljótlega, ef Alison hélt á honum um stund vaggandi í hnakknum á baki Jacks. Jane var því vön að baða hann, klæða hann í hlý náttföt, vefja
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.