Úrval - 01.11.1970, Qupperneq 54
52
ÚRVAL
ist yggla sig heilmikið og tauta ým-
islegt fyrir munni sér. Og margt
skrifaði hann á spjaldið sitt.
Svo settist hann á heypoka. í
rauninni var þetta prýðilegur,
skapgóður náungi. Og honum þótti
í raun og veru mjög vænt um dýr.
Hann róaði okkur fljótlega. Hann
hrósaði þeim Chris og Jon fyrir
það, hve básinn væri hreinn. (Þeir
mokuðu hann og sópuðu vandlega
kvölds og morgna og lögðu nýjan
hálm í hann). Hann sagðist hafa
komið vegna ósköp venjulegrar
kvörtunar, en hann sagði, að við
hefðum ekkert að óttast, hvað hann
sjálfan snerti. Hann sagði, að Jack
væri heilbrigður asni, mesta prýð-
isskepna. Hann spurði, hvort Jack
fengi næga hreyfingu, og við sýnd-
um honum snúruna, sem strengd
hafði verið milli trjánna. Hann
sagði, að þetta væri líka prýðileg
hugmynd. En samt stakk hann upp
á því, að við létum Jack fá svo-
lítið meiri hreyfingu. Hann stakk
upp á því, að börnin fengju að
koma á bak honum öðru hverju,
enda hlytu þau að hafa gaman af
því.
Því keypti Jane notaðan smá-
hestahnakk næsta dag. Og um
kvöldið hófust kvöld- og næturút-
reiðartúrarnir, sem tóku smám
saman að skipa sess meðal helztu
merkisviðburða í bænum. Christo-
pher fann gamla, mjúka baðmottu,
sem reyndist hin bezta hnakk-
ábreiða. Og svo lagði hann á Jack
inni í bílskúrnum skömmu fyrir
myrkur. Ég var of mikil skræfa til
þess að taka þátt í þessum skrúð-
göngum í fullri dagsbirtu.
Þegar Jack var einn, hélt hann
þangað, sem hann sjálfur vildi
fara. Og sama var að segja, þótt
einhver sæti á baki hans. Það var
sama, hver reiðmaðurinn var. Jack
réð alltaf ferðinni. Venjulega
teymdi Chris eða ég Jack. Ég lyfti
tveim krökkum á bak, setti annan
í hnakkinn og hinn fyrir aftan
hnakkinn. Síðan festi ég kaðli í
munnhringinn á múlbandinu og
teymdi Jack út á götu. En á eftir
fylgdu svo hinir krakkarnir.
„í guðanna bænum, hafið þið
ekki hátt!“ sagði ég. „Við viljum
ekki vekja meiri athygli en nauð-
synlegt er.“
En við vöktum samt næga at-
hygli, jafnvel þótt dimmt væri orð-
ið. Fólk, sem var að koma heim úr
vinnu síðla kvölds, slóst oft í hóp-
inn og rabbaði við okkur á leið
sinni eftir gangstéttunum, sem
þaktar voru þurrum laufum, enda
var komið fram í nóvember. Eg
held, að það hafi verið einhver
þörf, sem blundaði innra með þessu
nútímafólki, er það fékk fullnægt
á þennan hátt. Það var vant að
flýta sér stöðugt, en sumt af þessu
fylgdarfólki okkar virtist njóta
þess mjög að fá tækifæri til þess
að lötra hægt áfram. Það var ekki
um annað að ræða, því að það var
Jack, sem réð gönguhraðanum.
Brian var þá pínulítill, og það
var erfitt að koma honum í svefn
á kvöldin. En við uppgötvuðum,
að hann sofnaði alltaf fljótlega, ef
Alison hélt á honum um stund
vaggandi í hnakknum á baki Jacks.
Jane var því vön að baða hann,
klæða hann í hlý náttföt, vefja