Úrval - 01.11.1970, Blaðsíða 55
ASNINN SEM KOM ÖLLUM í GOTT SKAP
53
Er ég gekk upp eftir garðstígn-
um síðla dag einn, fann ég ilminn
af nýbökuðum ávaxtakökum ber-
ast að vitum mér. Svo heyrðist nið-
urbælt óp, skellur og hófatak inn-
an úr eldhúsinu. Ég æddi inn. Jane
stóð þarna náföl í öngum sínum og
starði á eyðilagða eplaköku á eld-
húsgólfinu.
„Hann opnaði sjálfur", sagði hún
rólegri röddu. „Hann sneri hurðar-
húninum og opnaði sjálfur. Ég var
að taka kökuna út úr ofninum, og
ég hélt, að þetta væri eitt af börn-
unum. Svo stakk hann þessari for-
vitnu snoppu í handarkrika minn
og gaf frá sér þetta furðulega
hljóð“!
Þegar Jack slapp út úr eldhúsinu,
tók hann á rás upp eftir götunni,
hitti þar Jon og Melissu og sneri
síðan heim með þeim. Við gáfum
teppi um hann og
senda hann út í
„svæfingu" með Ali-
son, hvort sem veðr-
ið var vont eða gott.
Svo þegar Jack kom
aftur heim, var Bri-
an alltaf sofnaður og
svaf vært í fanginu
á Alison.
Fyrst í stað hægðu
lögregluþjónarnir
ferðina og óku löt-
urhægt við hliðina á
okkur eða á eftir
okkur og virtu okk-
ur fyrir sér furðu-
lostnir. En þeir
stöðvuðu okkur aldr-
ei. Við vorum ekki
að brjóta nein lög.
Og þegar þeir fóru svo að venjast
þessum skrúðgöngum, brostu þfeir
bara og veifuðu til okkar og óku
fram hjá okkur, eins og ekkerthefði
í skorizt.
„TALAN, TALAN, JACK
GLEYPTI TÖLUNA!“
É'g veit ekki beinlínis, hvernig ég
á að orða þetta á sannfærandi hátt,
en það var reyndar staðreynd, að
Jack var mjög sérvitur og undar-
legur i háttum að ýmsu leyti. Hann
var til dæmis alveg ótrúlega for-
vitinn, jafnvel hnýsinn. Þar að auki
gekk hann svo hljóðlega, að hann
birtist oft snögglega á hinum ólík-
legustu stöðum, áður en nokkur
vissi af. Jane sagði, að hann væri
lúmskur. Ég held, að hann hafi
bara verið forvitinn og fróðleiks-
fús.