Úrval - 01.11.1970, Page 61

Úrval - 01.11.1970, Page 61
ASNINN SEM KOM ÖLLUM í GOTT SKAP 59 tæki til þess að réttlæta þannig helgardvöl í ró og næði uppi í fjöll- unum. I þetta skipti reikaði ég um hina dýrlegu haustskóga tímunum sam- an, og síðdegis kom ég út úr skóg- inum við hagagirðinguna hans Harveys. Um hundrað metrum neð- ar sat veiðimaður hljóðlátur á grá- um veggsteinunum og rýndi inn í skóginn. Svo heyrðist skrjáf inni í skóginum. Veiðimaðurinn lyfti riffl- inum, og á sama augnabliki kom Jack þrammandi út úr skóginum. Ég æpti, Jack snarsneri við og hvarf, og veiðimaðurinn sneri sér bálreiður að mér, sannfærður um, að ég hefði eyðilagt fyrir honum tækifæri til þess að leggja dádýr að velli þann daginn. Hann vildi ekki heldur trúa því, að þetta dýr, sem við höfðum séð, hefði verið asni, þangað til ég fór með hann að slóð Jacks og sýndi honum hófa- för hans í leðjunni. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því, að asni gæti líkzt svona mjög dádýri til- sýndar, en það hafði hann samt gert. Það er ekki svo að skilja, að neitt þurfi að líkjast mjög dádýri til þess að sumir veiðimenn skjóti á það. Ég hafði samt áhyggjur af þessu. Ég nefndi þetta við Jim Harvey, og hann var á sama máli. I smábæ einum þarna í nágrenninu hafði einhver skotið skjöldótta kú árið áður og haldið, að þar væri um dádýr að ræða, jafnvel þótt vesa- lings kýrin hafi verið með stærðar kúabjöllu um hálsinn. Það varð því að gera eitthvað í málinu. Ég vissi, að veiðimenn klæðast rauðum fötum, svo að aðrir veiði- menn skjóti ekki á þá. Og þessi litríka hefð varð mér sannkallað- ur innblástur. Á bak við hlöðuna var stór kindabaðþró, sem hafði ekki verið notuð árum saman. É'g hreinsaði hana og fyllti hana af vatni. Svo fékk ég mér skærrauða málningu og hrærði hana út í vatn- inu í þrónni. Við Jim teymdum Jack að þrepunum og ýttum á eftir honum niður í þróna og böðuðum hann svo. Við reyndum að skýra það út fyrir honum, að í þessu til- felli væri það betra að vera rauður en dauður. Við lituðum svo and- lit hans með svampi. Hann steig upp úr baðinu sem dýrleg furðuvera. Hann var í sann- leika sagt alveg stórkostlegur! Málningin olli honum ekki neinum óþægindum, og hún entist í nokkra mánuði. Hann varð brátt þekktur í héraðinu sem „Asninn, sem er öðru vísi á litinn“. HREINLEGT SKOT. Ég vildi, að þessi saga hefði góð- an endi, en hún hefur það í raun- inni ekki. Næsta sumar eyddum við dásamlegu sumarleyfi uppi 1 fjöll- unum með honum Jack. Hann var ómetanlegur félagi í berjatínslu- ferðum. Og þegar við fórum í úti- legu, bar hann potta og pönnur, diska og fötur. . . . og smábörn. En við sáum hann aldrei í lifenda tölu aftur, eftir að við höfðum farið með hann heim á búgarðinn hans Jims Harveys þá um haustið. í iúní næsta sumar fórum við Chris upp í fjöllin til þess að hreinsa til í sumarhúsinu og viðra
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.