Úrval - 01.11.1970, Page 81
GLÁKA — SJÚKDÓMUR EFRI ÁRANNA
79
aldri. Sennilega er hættulegasti tím-
inn milli 60 og 70 ára og fólk, sem á
glákusjúklinga í ætt sinni, ætti að
láta rannsaka sig með hæfilegu
millibili eftir að það er 40 ára og
þaðan í frá.
Þegar á byrjunarstigum er hægt að
greina sjúkdóminn með því að mæla
þrýstinginn innan augnanna og
rannsaka innra útlit augans. Rann-
sóknin er algerlega sársaukalaus.
Margir almennir læknar hafa tæki
til þess að mæla þrýstinginn og
skoða innra borð augans. Þeir geta
því prófað, hvort um gláku sé að
ræða og ef þeir fá grun um, að
sjúkdómurinn sé í uppsiglingu,
senda þeir sjúklingana til sérfræð-
ings í augnsjúkdómum, til þess að
fá greininguna staðfesta.
Meðferð, sem felst í að nota augn-
dropa og taka inn töflur og stundum
uppskurður á auganu, miðar allt í
sömu átt; að halda þrýstingnum inn-
an augans niðri. Meðferðin getur
ekki bætt þá sjón, sem er þegar
glötuð, en hindrar frekari sjónmissi,
meðan hún er viðhöfð af samvizku-
semi og sjúklingurinn er undir eft-
irliti augnlæknis.
Bráðagláka er miklu sjaldgæfari
en hin hægfara. Með henni vex
þrýstingurinn innan augans mjög
hratt og veldur þá svæsnum verkj-
um og öru sjóntapi. Ef hjálpar er
leitað þegar í stað — eða innan
fárra klukkutíma frá því að sjónin
varð þokukennd og verkirnir hóf-
ust, er hægt að bjarga sjóninni með
einfaldri aðgerð á auganu.
Sumt fólk heldur, að fólksflutningar til annarra hnatta sé lausnin á
offjölgunarvandamáli mannkynsins. En Það þyrfti heilmikinn farkost
til að haida í horfinu. Ætti íbúatala hnattarins að standa í stað, þyrfti
fullhlaðið 100 sæta ílugfar að yfirgefa hnöttinn á hverri minútu.
Kurteisi: Listin að geta vaiið úr hugsunum sínum.
Stígðu á þyrnana, á meðan Þú hefur enn skóna á fótunum.
Óvarkár ökumaður era kallaður ýmsum nöfnum, sumum ekki ýkja
fögrum, en fyrr eða siðar er líklegt, að hann verði kallaður „hinn
látni“.
Ellin freistast af guili, æskan af skemmtunum, htilmennið af skjalli,
heigullinn af ótta og ofufhuginn af frægðinni, Svona er sin ögnin handa
hverri fisktegund í heiminum, og allt hylur það öngulinn banvæna.
Sumir menn vinna baki brotnu og safna peningum, svo að synir
þeirra hafi ekki við þau vandamál að striða —• sem gerðu feður þeirra
að mönnum.