Úrval - 01.11.1970, Síða 91
BÖRN í NAUÐUM STÖDD
89
1. Nefnið tvo 31 dags
mánuði, sem koma
hvor á eftir öðrum,
eins og júlí og
ágúst?
2. í hvaða landi er töl-
uð franska og
flæmska?
3. Hvaða óperur samdi
Beethoven?
4. Hvað táknar það,
þegar blýantur er
merktur HH?
5. Hvar er Melrakka-
ey?
6. Hvað hét sunnudag-
urinn 23. júní á
kirkjulegu máli?
7. Grænland er stærsta
eyja heims, en hver
er næststærst?
8. Hver var Jezabel?
9. Hvað heitir hinn ný-
kjörni forseti
Egyptalands, eftir-
maður Nassers?
10. Hver er næststærsti
stj órnmálaf lokkur
Svíþjóðar?
Svör á bls. 81.
þeirra, sem um mál þeirra fjalla.
Hvað hafa þessi amerísku börn,
sem eru í slíkum nauðum stödd, gert
af sér?
Flest þeirra hafa annaðhvort
skrópað í skóla, strokið að heiman,
lent í áflogum hvað eftir annað,
stolið lítils háttar sælgæti, fatnaði,
leikföngum eða skartgripum eða
verið staðin að því að neyta áfengis
oftar en einu sinni. Hvað börn
snertir, sem höfð eru í haldi fyrir
alvarlegri brot, hafa flest þeirra
annaðhvort stolið bifreiðum til þess
að komast í ökuferð eða hafa brotizt
inn í verzlanir eða heimili, meðan
húseigendur voru að heiman.
Aðeins fá þeirra hafa framið rán
með hjálp vopna eða hafa valdið
líkamsmeiðslum annarra.
Gæzluvarðhaldsstöðin í Worcester
í Massachusettsfylki er ein af þeim
sárafáu stofnunum, þar sem slíkum
staðtölulegum upplýsingum er safn-
að saman. 5000 börn og unglingar
hafa verið lokuð inni í stöð þessari,
frá því að hún tók til starfa árið
1959. Yfir 95% þeirra hafa verið
hvít. Hefur þar aðallega verið um
að ræða syni og dætur verkafólks og
iðnaðarmanna. Algengasta ástæðan
fyrir því, að piltar hafa verið lokað-
ir þar inni, hefur verið strok, eða í
16.3% allra tilfellanna. Um 16%
piltanna hafa verið ákærðir fyrir
þjófnaði af ýmsu tagi að undan-
skildum bílaþjófnuðum, en hlut-
fallstala pilta, sem stolið hafa bíl-
um, er 15.6%. Venjulega hafa þeir
stolið þeim í þeim eina tilgangi að
fá sér ökuferð. 15.1% þeirra voru
teknir fastir fyrir drykkjuskap eða
skólaskróp. Foreldrar 11% piltanna
létu sjálfir loka þá inni samkvæmt