Úrval - 01.11.1970, Side 92

Úrval - 01.11.1970, Side 92
90 ÚRVAL lagagrein, sem fjallar um „_þrjózk börn“. 5% þeirra voru ákærðir fyrir innbrotsþjófnaði. En 1% þeirra voru svo ákærðir fyrir árásir með ban- vænum vopnum. En þessar staðtölulegu upplýsing- ar segja ekki alla hina raunveru- legu sögu, sem að baki þeim liggur. Meðan stóð á heimsókn minni í betrunarstofnun eina í Worcester, kom lögreglan þangað með granna telpu, Sharon að nafni, klukkan 10. 14 að kvöldi. Hún hafði aðeins 50 cent á sér. Hún hafði ekki smakk- að matarbita í 48 klukkustundir. Hún hafði gefið sig fram við lög- regluna, eftir að hún hafði flækzt um göturnar í 3 vikur samfleytt. Foreldrar hennar höfðu verið skilin að borði og sæng í nokkur ár. Og nú bjó móðir hennar með öðrum manni, sem var heldur óskemmtiieg manngerð. Þau drukku bæði í ríkum mæli. Þegar Sharon var aðeins 10 ára gömul, hafði henni verið nauðgað af 17 ára pilti. Um þetta farast henni svo orð: „Eftir það vildi ég ekki lifa lengur, vegna þess að mamma var þannig við mig eftir það, að það var eins og hún áliti, að það, sem gerð- ist, hefði verið mér að kenna.“ Hún viidi í raun og veru ekki strjúka, •þannig'að til hennar næðist ekki lengur, enda hafði hún í rauninni verið á sífelldum flækingi um stræt- in allan þennan tíma í þeirri von, að lögregluþjónar tækju eftir henni og færu með hana til unglingadóm- stólsins, „og að ég kæmist þá kannski í fóstur á einhverju heim- ili,“ eins og hún komst að orði. En því miður er bara engin trygg- ing fyrir því, að svo verði. í slíkum tilfellum getur dómstóllinn sent barn aftur heim til föðurhúsanna eða tekið þá ákvörðun, að loka skuli barnið inni í betrunarskóla eins og ótíndan afbrotaungling. Joseph R. Rowan, framkvæmda- stjóri John Howard-félagsskaparins í Illinois, hefur þetta að segja um ástandið í þessum málum: „Margt fólk mundi reka upp stór augu, ef einhver styngi upp á því, að við ættum að meðhöndla afbrotabörn og unglinga eins og dýr. En hér í landi hefur víða tekizt að fullnægja mun betur skilyrðum um umönnun og meðhöndlun dýra í dýragörðum en umönnun og meðhöndlun barna í ýmiss konar opinberum betrunar- stofnunum.“ Ég hef gert mér grein fyrir því vegna rannsóknarstarfs míns á þessu sviði, að þessi ummæli hans eru sönn og rétt. Hver mundi búast við því, ef hann gengi um húsakynni betrunarskóla, að hann yrði þá að ganga píslargöngu á milli ótal út- réttra handa, lítilla handa sjö til níu ára drengja, handa, sem teygðar voru fram í bæn af börnum, sem báðu þess eins, að einhver staldraði við á göngu sinni og sýndi það, að honum stæði ekki algerlega á sama um þau. Þetta kom einmitt fyrir mig í betrunarskóla einum í Massachu- settsfylki. „JAFNIÐ ÞÆR VIÐ JÖRÐU“ Það hefur lengi verið um þrenns konar stofnanir að ræða fyrir börn, sem eru í nauðum stödd. Gæzlu- varðhaldsstöðin eða gœzluupptöku- heimilið er notað til geymslu barna
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.