Úrval - 01.11.1970, Qupperneq 92
90
ÚRVAL
lagagrein, sem fjallar um „_þrjózk
börn“. 5% þeirra voru ákærðir fyrir
innbrotsþjófnaði. En 1% þeirra voru
svo ákærðir fyrir árásir með ban-
vænum vopnum.
En þessar staðtölulegu upplýsing-
ar segja ekki alla hina raunveru-
legu sögu, sem að baki þeim liggur.
Meðan stóð á heimsókn minni í
betrunarstofnun eina í Worcester,
kom lögreglan þangað með granna
telpu, Sharon að nafni, klukkan
10. 14 að kvöldi. Hún hafði aðeins
50 cent á sér. Hún hafði ekki smakk-
að matarbita í 48 klukkustundir.
Hún hafði gefið sig fram við lög-
regluna, eftir að hún hafði flækzt
um göturnar í 3 vikur samfleytt.
Foreldrar hennar höfðu verið skilin
að borði og sæng í nokkur ár. Og
nú bjó móðir hennar með öðrum
manni, sem var heldur óskemmtiieg
manngerð. Þau drukku bæði í ríkum
mæli.
Þegar Sharon var aðeins 10 ára
gömul, hafði henni verið nauðgað af
17 ára pilti. Um þetta farast henni
svo orð: „Eftir það vildi ég ekki lifa
lengur, vegna þess að mamma var
þannig við mig eftir það, að það var
eins og hún áliti, að það, sem gerð-
ist, hefði verið mér að kenna.“ Hún
viidi í raun og veru ekki strjúka,
•þannig'að til hennar næðist ekki
lengur, enda hafði hún í rauninni
verið á sífelldum flækingi um stræt-
in allan þennan tíma í þeirri von, að
lögregluþjónar tækju eftir henni og
færu með hana til unglingadóm-
stólsins, „og að ég kæmist þá
kannski í fóstur á einhverju heim-
ili,“ eins og hún komst að orði.
En því miður er bara engin trygg-
ing fyrir því, að svo verði. í slíkum
tilfellum getur dómstóllinn sent
barn aftur heim til föðurhúsanna
eða tekið þá ákvörðun, að loka skuli
barnið inni í betrunarskóla eins og
ótíndan afbrotaungling.
Joseph R. Rowan, framkvæmda-
stjóri John Howard-félagsskaparins
í Illinois, hefur þetta að segja um
ástandið í þessum málum: „Margt
fólk mundi reka upp stór augu, ef
einhver styngi upp á því, að við
ættum að meðhöndla afbrotabörn og
unglinga eins og dýr. En hér í
landi hefur víða tekizt að fullnægja
mun betur skilyrðum um umönnun
og meðhöndlun dýra í dýragörðum
en umönnun og meðhöndlun barna
í ýmiss konar opinberum betrunar-
stofnunum.“
Ég hef gert mér grein fyrir því
vegna rannsóknarstarfs míns á þessu
sviði, að þessi ummæli hans eru
sönn og rétt. Hver mundi búast við
því, ef hann gengi um húsakynni
betrunarskóla, að hann yrði þá að
ganga píslargöngu á milli ótal út-
réttra handa, lítilla handa sjö til níu
ára drengja, handa, sem teygðar
voru fram í bæn af börnum, sem
báðu þess eins, að einhver staldraði
við á göngu sinni og sýndi það, að
honum stæði ekki algerlega á sama
um þau. Þetta kom einmitt fyrir mig
í betrunarskóla einum í Massachu-
settsfylki.
„JAFNIÐ ÞÆR VIÐ JÖRÐU“
Það hefur lengi verið um þrenns
konar stofnanir að ræða fyrir börn,
sem eru í nauðum stödd. Gæzlu-
varðhaldsstöðin eða gœzluupptöku-
heimilið er notað til geymslu barna