Úrval - 01.11.1970, Page 96

Úrval - 01.11.1970, Page 96
94 ÚRVAL á aldrinum 16 til 18 ára voru lokaðir inni á betrunarhæli einu í Phila- delphiu. Klefarnir voru skítugir og málning flögnuð af veggjum. Fyrir gluggum voru járnrimlar. Drengir, sem dvelja í fangelsinu í Hartford í Connecticutfylki, verða að ganga í gegnum margar dyr til þess að kom- ast í búrin, sem þeir dvelja í. Og fyrir öllum hurðunum á þeirri leið eru rammbyggðar slár úr stáli. Þrengslin í búrunum eru slík, að svefnkojurnar eru í þrefaldri röð hver upp af annarri. Inni í klefum þessum eru þeir lokaðir dögum og jafnvel stundum vikum saman, meðan þeir bíða eftir aðgerðum dómstólanna. Nú er rætt um það í Connecticutfylki að jafna öll gömlu fangelsin þar við jörðu ... og það ekki að ástæðulausu. Lítil breyting hefur orðið þar á húsnæði og aðbún- aði fanga frá því í Þrælastríðinu rétt eftir miðja síðustu öld. Er um að ræða nokkrar vel færar leiðir til að bæta hinar hryllilegu aðstæður í stofnunum þessum? John A. Troike í Betrunardeild Illinois- fylkis segir, að svo sé: „Jafnið þær við jörðu!“ Þannig hljóðar ráðlegg- ing hans. REFSIAÐGERÐIRNAR ERU GLÆPIR í EÐLI SÍNU Ruddaskapur og ofbeldi er mjög algengt í mörgum beturnarstofnun- um. Á betrunarskóla einum í Suður- Karólínufylki uppgötvaði ég, að. drengir voru barðir með hnefum, gúmslöngum, köðlum og arfasköfu- sköftum. Barsmíðarnar voru bæði framkvæmdar af starfsmönnunum sjáifum og ofbeldisseggjum meðal „nemenda", og hafði þeim verið fengið slíkt starf af forráðamönnum skólans. Á drengjaskóla einum í Delawarefylki komst ég að því, að barnungir drengir höfðu verið barð- ir svo fast í andlit eða annars staðar í höfuðið, að hljóðhimnur nokkurra þeirra höfðu sprungið. Þangað til alveg nýlega var þetta leyfileg og algeng aðferð til þess að aga börnin. Margir starfsmenn þessara stofn- ana lugu óspart um ýmislegt, er snerti ofbeldið, sem tíðkaðist undir handarjaðri þeirra. Og þeir gerðu oft allt sem í þeirra valdi stóð til þess að dylja mig alls slíks. En í Drengjaskóla Indianafylkis lýsti einn drengur fyrir mér þeim hroða- legu barsmíðum, sem hann hafði ■mátt þola. Eftirfarandi frásögn hans var síðan staðfest af einum starfs- manninum: „Þeir fóru með mig inn í her- bergið, þar sem við horfum á sjón- varp. Mér var sagt að beygja mig yfir borð. Einn af vörðunum hélt á leðurólinni. Hinir stóðu þarna í kring og horfðu á. Þeir sögðu mér að leysa niður um mig buxurnar. Ég var alltaf að líta í kringum mig, og þá sló öryggisvörðurinn mig utan undir. Svo lamdi hann mig með ól- inni. Ég datt á hnén. Þeir drógu mig á fætur og lömdu mig meira. Ég datt aftur á hnén. Og þeir drógu mig á fætur aftur. Svona gekk það fimm sinnum í röð. Ég gat ekki heldur legið á bakinu í heila viku, því að blöðrurar og þrimlarnir hurfu ekki fyrr.“ Audie E. Langston, fyrrverandi starfsmaður Æskulýðsþj ónustudeild- ar Floridafylkis, var vitni að fleng-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.