Úrval - 01.11.1970, Blaðsíða 96
94
ÚRVAL
á aldrinum 16 til 18 ára voru lokaðir
inni á betrunarhæli einu í Phila-
delphiu. Klefarnir voru skítugir og
málning flögnuð af veggjum. Fyrir
gluggum voru járnrimlar. Drengir,
sem dvelja í fangelsinu í Hartford í
Connecticutfylki, verða að ganga í
gegnum margar dyr til þess að kom-
ast í búrin, sem þeir dvelja í. Og
fyrir öllum hurðunum á þeirri leið
eru rammbyggðar slár úr stáli.
Þrengslin í búrunum eru slík, að
svefnkojurnar eru í þrefaldri röð
hver upp af annarri. Inni í klefum
þessum eru þeir lokaðir dögum og
jafnvel stundum vikum saman,
meðan þeir bíða eftir aðgerðum
dómstólanna. Nú er rætt um það í
Connecticutfylki að jafna öll gömlu
fangelsin þar við jörðu ... og það
ekki að ástæðulausu. Lítil breyting
hefur orðið þar á húsnæði og aðbún-
aði fanga frá því í Þrælastríðinu
rétt eftir miðja síðustu öld.
Er um að ræða nokkrar vel færar
leiðir til að bæta hinar hryllilegu
aðstæður í stofnunum þessum? John
A. Troike í Betrunardeild Illinois-
fylkis segir, að svo sé: „Jafnið þær
við jörðu!“ Þannig hljóðar ráðlegg-
ing hans.
REFSIAÐGERÐIRNAR
ERU GLÆPIR í EÐLI SÍNU
Ruddaskapur og ofbeldi er mjög
algengt í mörgum beturnarstofnun-
um. Á betrunarskóla einum í Suður-
Karólínufylki uppgötvaði ég, að.
drengir voru barðir með hnefum,
gúmslöngum, köðlum og arfasköfu-
sköftum. Barsmíðarnar voru bæði
framkvæmdar af starfsmönnunum
sjáifum og ofbeldisseggjum meðal
„nemenda", og hafði þeim verið
fengið slíkt starf af forráðamönnum
skólans. Á drengjaskóla einum í
Delawarefylki komst ég að því, að
barnungir drengir höfðu verið barð-
ir svo fast í andlit eða annars staðar
í höfuðið, að hljóðhimnur nokkurra
þeirra höfðu sprungið. Þangað til
alveg nýlega var þetta leyfileg og
algeng aðferð til þess að aga börnin.
Margir starfsmenn þessara stofn-
ana lugu óspart um ýmislegt, er
snerti ofbeldið, sem tíðkaðist undir
handarjaðri þeirra. Og þeir gerðu
oft allt sem í þeirra valdi stóð til
þess að dylja mig alls slíks. En í
Drengjaskóla Indianafylkis lýsti
einn drengur fyrir mér þeim hroða-
legu barsmíðum, sem hann hafði
■mátt þola. Eftirfarandi frásögn hans
var síðan staðfest af einum starfs-
manninum:
„Þeir fóru með mig inn í her-
bergið, þar sem við horfum á sjón-
varp. Mér var sagt að beygja mig
yfir borð. Einn af vörðunum hélt á
leðurólinni. Hinir stóðu þarna í
kring og horfðu á. Þeir sögðu mér að
leysa niður um mig buxurnar. Ég
var alltaf að líta í kringum mig, og
þá sló öryggisvörðurinn mig utan
undir. Svo lamdi hann mig með ól-
inni. Ég datt á hnén. Þeir drógu mig
á fætur og lömdu mig meira. Ég
datt aftur á hnén. Og þeir drógu mig
á fætur aftur. Svona gekk það fimm
sinnum í röð. Ég gat ekki heldur
legið á bakinu í heila viku, því að
blöðrurar og þrimlarnir hurfu ekki
fyrr.“
Audie E. Langston, fyrrverandi
starfsmaður Æskulýðsþj ónustudeild-
ar Floridafylkis, var vitni að fleng-