Úrval - 01.11.1970, Side 124
122
ÚRVAL
hlutahópur, sem nýtur ekki fullra
mannréttinda á því sviði.
Atvinnurekendur eru tregir til
þess að ráða roskið fólk og mjög
fylgjandi því, að það komist á elli-
laun á fastákveðnu aldursstigi. Þetta
má að nokkru leyti rekja til viður-
tekinna reglugerða um eftirlaun.
Annar þýðingarmikill þáttur í þessu
efni er sú algenga skoðun, að rosk-
ið fólk sé oft fjarverandi frá vinnu,
oft veikt. En samt bendir rannsókn
Atvinnumálaráðuneytisins til þess,
að rosknir starfsmenn mæti betur í
vinnu en yngri starfsfélagar þeirra
og slasist sjaldnar, og sé sá munur
allt að 20%. En á hinn bóginn getur
það tekið roskið fólk lengri tíma að
jafna sig eftir veikindi eða slys.
M'éðal roskins fólks er aðeins um
að ræða 1,3 alvarleg veikindatil-
felli á mann á ári, en það er aðeins
um helmingur meðaltals fyrir íbúa
landsins í öllum aldursflokkum.
(Aldrað fólk eyðir næstum tvisvar
sinnum fleiri dögum í rúminu ár-
lega en þeir, sem eru undir 65 ára
aldri, en samtals verða þetta f>ó að-
eins 10 dagar á ári fyrir karlmenn
og 13 fyrir konur).
Með aukinni menntun og hlið-
hollari löggjöf ætti að draga úr alls
konar rótgrónum og stöðnuðum
skoðunum viðvíkjandi öldruðu
fólki og réttindamismun, hvað það
snertir Dr. Erdman Palmore, lækn-
ismenntaður þjóðfélagsfræðingur,
sem er tengdur hinni þekktu og
mikilsvirtu rannsóknaráætlun
Rannsóknarmiðstöðvar elli- og
mannlegrar þróunar við Dukehá-
sk.ólann, álítur, að bandarískt þjóð-
félag muni finna ný hlutverk fyrir
hina öldruðu og gera hið núverandi
gagnlega hlutverk hinna öldruðu
enn mikilsverðara. Ýmis merki sjást
um slíkt á víð og dreif. Samkvæmt
fósturafa- og fósturömmuáætlun-
inni 1968 voru 4000 karlar og kon-
ur, er komin voru yfir sextugt, ráð-
in til þess að sjá um yfir 8000 van-
rækt börn. A vegum ýmissa fegr-
unar- og ræktaráætlana hefur aldr-
að fólk verið ráðið til starfa í al-
menningsgörðum, á svæðum með-
fram þjóðvegum og víða í borgum.
Sérfræðingar hafa bent á, að aldr-
að fólk hafi ýmsa hæfileika ftam að
bjóða, sem það eitt er gætt. Það get-
ur til dæmis tekið umburðarlyndari
og óeigingjarnari afstöðu til starfa í
þágu sveitar- eða bæjarfélagsins,
afstöðu, sem einkennist af meiri víð-
sýni. Og það eru minni líkur til
þess, að það séu eiginhagsmuna-
sjónarmið eða metnaðargirni, sem
liggja þar til grundvallar.
Sú hugmynd, að þjóðfélagið geti
aðeins séð fyrir þegnum sínum fyr-
ir takmörkuðum fjölda starfa og að
það sé aðeins rökrétt, að hinir öldr-
uðu verði hafðir afskiptir á því
sviði, er þegar orðin úrelt. Það er
þörf fyrir ótakmarkað framboð
varnings og þjónustu í amerísku
þjóðfélagi og einnig óskað eftir
slíku af þegnunum sjálfum. Ein
helzta auðsuppspretta, sem virkja
mætti í þessum tilgangi, er reynsla,
hæfni og hollusta milljón aldraðra
Bandaríkj amanna.
Dr. Palmore heldur því fram að
mikið sé komið undir því, að al-
menningur sé fylgjandi því, að svo
megi verða. Hann segir einnig, að
að slíkt muni útheimta það, að við