Úrval - 01.11.1970, Síða 129
SLÚÐURSÖGUR
127
Og upp frá því snerum við blaðinu
við. Nú segjum við aldrei neitt,
nema eitthvað gott fylgi með og
reynum að vera sögumenn, sem
jafnframt eru „ábyrgðarmenn, ná-
grannar og vinir‘“.
Frœgnr systur í verkfalli.
Það var fyrir meira en .hundrað árum, að Þrjár systur gerðu verkfall.
Venjulega er ekki getið mu Þetta verkfall í sógu verkalýðsbaráttunnar,
og Þó kemur það henni við. Það var .í desember 1837, að aldurhnigin
ráðskona hjá presti einum I Englandi varð fyrir Því óhappi að detta og
fótbrotna. Presturinn var fátækru' og illa launaður og átti fullt í fangi
með að sjá sínum farborða, þótt hann tæki ekki einnig að ala önn fyrir
lasburða þjónustufólki. En gamla ráðskonan átti vini á heimilinu. Þegar
öllum eldri meðlimum fjölskyldunnar kom ásamt um, að senda gömlu
konuna á brott, risu þrjár dætur prestsins upp og mótmæltu. Gamla
konan hafði gætt þeirra, þegar þær voru litlar stúlkur, sagt þeim sögur,
Þegar löngum vinnudegi var lokið, og opnað fyrir þeim þann heim
dásemda og ævintýra, sem gerir lífið Ijúft, þótt Það sé erfitt. Kvöldið,
sem ákvörðunin um að senda ráðskonuna á brott var tekin, sátu þær
allar steinhljóðar við matborðið og hreyfðu ekki vi matnum. Og morg-
uninn eftir snertu þær heldur ekki á mat. Þær bókstaflega hótuðu að
fara í hungurverkfall, ef gamla konan yrði látin fara. Og svo fengu þær
vilja sinum framgengt. Ráðskonan var kyrr. Þær tkuó sjálfar að sér
matseld, þvotta og þrif á beimilinu og þær önnuðust gömlu konuna.
Þessar systur hétu: Charlotte, E’mily og Anne Bronte, allar frægir rit-
höfundar, þó einkum tvær eldri systurnar, Oharlotte og Emily.
Coronet.
Auðveld leið til að lenda í vandræðum er að hafa rétt fyrir sér á
röngu andar.taki.
Háttvisi: Listin að kunna að skipta um umræðuefni, án þess að
skipta um skoðun.
Þar sem höggormurinn er, þar er alltaf von um að finna gull.
Sumum mönnum má einna helzt líkja við egg: Þeir eru svo fullir af
sjálfum sér, að það rúmast ekki neitt annað inni í þeim.
Það er alls ekki svo auðvelt að skrifa með rý.ting, Mun auðveldara
er að myrða með penna.
Hugsjónamaður: Sá, sem reynir að halda stjórnmálum utan við
stjórnmáiin.