Úrval - 01.12.1973, Síða 31
SVONA VERÐUR JÁRNBRAUT . . .
mannfjöldinn er mestur og flestar
verksmiðjur staðsettar, var þó hin
tveggja-teina leið allt of yfirhlaðin.
Allt að 122 farþega- og 78 vöru-
flutningalestir runnu hvora leið
daglega — ein lest á 7% mínútna
fresti, dag og nótt —.
Hvarvetna í heiminum voru járn
brautir um þetta leyti á undan-
haldi fyrir vega- og flugsamgöng-
um. Frekar en að fjárfesta of mikl-
ar upphæðir í, að bví er virtist
vonlaust samgöngukerfi, lögðu sum
ir sérfræðingar til að Tokaido-lín-
unni yrði haldið við með smávægi-
legum framlögum. Við yfirstjórn
JNR var þá Sinji Sogo, framsýnn
harðjaxl. ,,Það er ekki aðeins að
þriggja tíma ferð milli Tokvo og
Osaka sé möguleg,“ tjáði hann
stjórnarliði sínu, stjórnmálamönn-
um og opinberum embættismönn-
um, „heldur ef þjóðarframleiðslan
á ekki að minnka er bað bráðnauð-
synlegt." Hann fól rannsóknarstofn-
un sinni að bvggja upp nýtt kerfi
frá grunni. Árangurinn varð hin
nýja Tokaido-lína.
Síðan á vígsludegi, árið 1964 hafa
hinar fílabeinshvítu/bláu hraðlest-
ir flutt yfir 500 milljónir farþega
og sparað þeim um 1.26 milljarða
klukkustunda ferðatíma — sem
jafngildir vinnu 528.000 manna —.
Með hliðsjón af þessu má líta öðr-
um augum á reksturstap JNR,
segja fylgismenn járnbrautanna.
Hin 250—580 milljarða kr. fram-
leiðsluaukning, sem með þessu fæst,
vegur fyllilega upp núverandi
reksturstap járnbrautanna.
29
160 KÍLÓMETRA JARÐGÖNG
Á meðan tæknistofnunin var að
leysa hin mörgu vandamál hrað-
lestanna var skyld stofnun, AL-
MENNA JAPANSKA JÁRN-
BRAUTABYGGINGAFÉLAGIÐ
(JRCPC) að velta fyrir sér endur-
bótum á sjálfum járnbrautaleiðun-
um. Landfræðilega hefur bygging
járnbrauta verið stöðugt vandamál
í Japan. Fjöll þekja % hluta lands-
ins og um 35% af allri lengd járn-
brautanna liggja í beygjum — og
umfram allt sú staðreynd, að Jap-
anir búa á fjórum megineyjum,
hefur gert það að verkum, að hin-
ar löngu járnbrautaferðir hafa
slitnað í sundur af tímafrekum
ferjuflutningum. Hin mjóu sund
milli Honsu, Shikoku og Kyushu
gætu verið brúuð með fimm brúm,
áætluðu sérfræðingar JRCPC
(þrjár þeirra eru nú þegar í bygg-
ingu). En Tsugaru-sundið var
greinilega meira vandamál. Þar
sem stytzt er milli stranda, er sund-
ið um 19 km breitt og stormasam-
asta svæði Japans er einmitt á
þessum slóðum.
Árið 1954 sökk ferjan Toya Maru
þar í hvirfilvindi, og létu 1155
manns lífið. Brú kom ekki til greina.
En þegar JRCPC stakk upp á jarð-
göngum, komu fram margar efa-
semdir. Engin þjóð hafði byggt svo
löng göng undir sjávarbotni. Og
hvað um jarðskjálftahættuna? I
jarðskjálfta gætu göngin hrunið
saman í einu vetfangi. En jarð-
gangna-sérfræðingar JRCPC
byggðu áætlanir sínar á heppilegu
jarðfræðilegu fyrirbæri undir sund
inu, 20 milljón ára gömlu eldfjalla-