Úrval - 01.11.1975, Side 15

Úrval - 01.11.1975, Side 15
BORGIN ÓSÖKKVANDI 13 heila nótt að byggja varnargarð úr sandpokum umhverfis aðalgasstöð borg arinnar, því að ef vatnið hefði náð að flæða inn í stöðina hefði borgin orðið gaslaus. Sömu ráðstafanir voru gerðar við bankabyggingu í miðborginni til þess að koma í veg fyrir að milljónir dollara í seðlum eyðilegðust. Auk þess fluttu hermennirnir sandpoka til heim- ila fólks, losuðu bíla sem sátu fastir (um 4000 bílar ientu í flóðinu), vörp- uðu niður matarpökkum úr þyrlum og önnuðust fólksflutninga með bílum og bátum. Starfsmenn í útvarpsstöðvum Bris- bane stóðu sig með afbrigðum vel þessa hörmungardaga, því að þeir voru öruggur tengiliður fólksins eftir að annað hafði brugðist. Maður heyrði til dæmis í útvarpinu skelfda rödd einhvers sem hringdi: „Ég er að reyna að ná sambandi við Maríu dóttur mína. Hún býr í Inala, en síminn er bilaður." Nokkrum mínútum seinna var svo útvarpað orðsendingu frá Maríu. Otvarpsmennirnir héldu jafn- vel kyrru fyrir í stöðvunum meðan flóðið sópaði burt heimilum þeirra. Almennir borgarar sýndu einnig að- dáunarverðan kjark og dugnað í bar- áttunni við erfiðleikana. Fljótlega var heill floti lítilla vélbáta í einkaeign kominn af stað og farinn að bjarga fólki og dýrmætustu eigum þess. Marg- oft kom það fyrir, að báteigendurnir fluttu nauðstatt fólk til sinna eigin heimila og buðu því að dveljast þar eins lengi og það lysti. Enginn skarst úr leilt. Glen Suttie kjötkaupmaður bjó í húsi sem stóð það hátt, að honum stafaði engin hætta af flóðinu, en þegar hann sá húsin niðri í dalnum hverfa undir vatn, gat hann ekki setið auðurn höndum. Hann kvaddi konu sína og flýtti sér að taka þátt í hjálparstarfinu. Seinna gerðist hann leiðsögumaður tveggja herbáta sem sigldu um flóða- svæðið í nágrenninu til eftirlits. í einni slíkri ferð munaði litlu að hann léti lífið. Annar báturinn rakst á háspennu- línu með þeim afleiðingum, að tveir hermenn féllu fyrir borð og dóu af raflosti. Pað varð Suttie til lífs, að hann hafði kropið niður í bátnum til þess að svipast um eftir hesti, sem hann átti og var á beit á grasbletti í nágrenninu. Hann fékk brunasár og taugaáfall — en slapp lifandi. Aðrir voru ekki jafn heppnir. Bif- reið með hjónum og ungu barni lenti í beljandi straumiðunni. Pegar móðir- in var að reyna að rétta föðurnum barnið, reif straumþunginn það úr fangi hans og batt enda á líf þess. Mið- aldra maður dó úr hjartaslagi eftir að honum hafði verið bjargað undan flóð- inu. Annar maður neitaði að fara í björgunarbátinn, sem sótti konu hans og dóttur, og drukknaði síðan í sínu eigin eldhúsi. Dauðsföllin 11 hefðu orðið miklu fleiri ef íbúar Brisbane hefðu ekki sýnt eins mikla hjálpsemi og rausnarskap og raun bar vitni. Pegar flóðið fyllti skurðstofu Peter Dents læknis, flutti hann tæki sín í hjólhýsi og hélt áfram að veita ókeypis læknishjálp. Verk-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.