Úrval - 01.11.1975, Side 20

Úrval - 01.11.1975, Side 20
18 ara. Pað var dýr ögrun við þotuöld- ina. Enda þótt aðeins 899 þúsund tar- þegar ferðuðust þetta ár sjóleiðis til og frá New York, en 1929 þús. loft- leiðis, voru forstjórar franska skipa- félagsins bjartsýnir. Nýja skipið þeirra tók öllum öðrum fram að glæsileik, stefnið var eins og á hraðskreiðu segl- skipi fyrri tíma en reykháfarnir straum- línulagaðir og nýtískulegir. Pegar France lagði upp í jómfrú- ferð sína frá Le Havre í febrúar 1962, varð skipaverkfræðingi einum að orði: „Bolurinn undir vatnsborðinu er eins og líkami ungrar stúlku, þar er engin bein lína.“ Skipstjóri dráttarbáts, sem dró France út úr höfninni, líkti skip- inu við Brigitte Bardot — „það tek- ur sig best út þegar horft er á það skáhallt aftanfrá." Pegar skipið kom til New York fimm dögum seinna, var því vel fagnað og koma þess tal- inn sögulegur viðburður. En hin gífurlega verðhækkun á olíu — og vélar skipsins brenndu tonni á hverri sigldri sjómílu — varð France að falli. 1 einni af síðustu hnattferð- um skipsins, 80 þúsund kílómetra leið, kostaði olíutonnið við brottför frá Frakklandi 38 dollara en 55 doll- ara í New York fimm dögum seinna. Pegar France kom til Brasilíu neituðu þarlend yfirvöld í fyrstu að selja skip- inu olíu, en eftir mikið samningaþóf stjórnvalda beggja landa tókst loks að fá olíuna keypta, en verðið var nú hækkað í 90 dollara tonnið. í júlímánuði 1974 tilkynnti franska ÚRVAL stjórnin, að hún sæi sig tilneydda að hætta að styrkja rekstur France fjár- hagslega, þar sem það væri orðinn svo þungur baggi. Pegar svo var komið gat skipafélagið, Compagnie Générale Transatlantique, ekki haldið skipinu lengur úti og var því lagt í október 1974. Pessi ákvörðun vakti mótmæla- öldu sem vart varð um allan heim. Frönsku sjómannafélögin hófu baráttu í málinu og það var rætt í franska þinginu en allt kom fyrir ekki. Jafn- vel allsherjarverkfall á franska kaup- skipaflotanum varð árangurslaust. — Ákvörðun stjórnarinnar varð ekki breytt. Ekki hefur verið ákveðið hver verða endanleg örlög France — verður því ef til vill breytt í fljótandi skemmti- stað eins og Queen Mary, sem liggur við festar undan Long Beach í Kali- forníu? Eða verður það höggvið í brotajárn eins og stendur til að gera við Queen Elizabeth, sem liggur í Hong Kong stórskemmt eftir elds- voða? Verður France kannski leyft að verða ryðinu að bráð eins og stórskip- inu United States, sem hlaut þau ör- lög? Eitt er víst, að hinar dásamlegu stundir sem við lifðum um borð í France koma aldrei aftur, við sjáum ekki framar mannþröngina við brott- för eða rauðklædda ungþjóna með blómvendi og kampavínsflöskur. Við getum ekkert gert, aðeins minnst og saknað. ☆
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.