Úrval - 01.11.1975, Qupperneq 20
18
ara. Pað var dýr ögrun við þotuöld-
ina.
Enda þótt aðeins 899 þúsund tar-
þegar ferðuðust þetta ár sjóleiðis til
og frá New York, en 1929 þús. loft-
leiðis, voru forstjórar franska skipa-
félagsins bjartsýnir. Nýja skipið þeirra
tók öllum öðrum fram að glæsileik,
stefnið var eins og á hraðskreiðu segl-
skipi fyrri tíma en reykháfarnir straum-
línulagaðir og nýtískulegir.
Pegar France lagði upp í jómfrú-
ferð sína frá Le Havre í febrúar 1962,
varð skipaverkfræðingi einum að orði:
„Bolurinn undir vatnsborðinu er eins
og líkami ungrar stúlku, þar er engin
bein lína.“ Skipstjóri dráttarbáts, sem
dró France út úr höfninni, líkti skip-
inu við Brigitte Bardot — „það tek-
ur sig best út þegar horft er á það
skáhallt aftanfrá." Pegar skipið kom
til New York fimm dögum seinna,
var því vel fagnað og koma þess tal-
inn sögulegur viðburður.
En hin gífurlega verðhækkun á olíu
— og vélar skipsins brenndu tonni á
hverri sigldri sjómílu — varð France
að falli. 1 einni af síðustu hnattferð-
um skipsins, 80 þúsund kílómetra
leið, kostaði olíutonnið við brottför
frá Frakklandi 38 dollara en 55 doll-
ara í New York fimm dögum seinna.
Pegar France kom til Brasilíu neituðu
þarlend yfirvöld í fyrstu að selja skip-
inu olíu, en eftir mikið samningaþóf
stjórnvalda beggja landa tókst loks að
fá olíuna keypta, en verðið var nú
hækkað í 90 dollara tonnið.
í júlímánuði 1974 tilkynnti franska
ÚRVAL
stjórnin, að hún sæi sig tilneydda að
hætta að styrkja rekstur France fjár-
hagslega, þar sem það væri orðinn svo
þungur baggi. Pegar svo var komið
gat skipafélagið, Compagnie Générale
Transatlantique, ekki haldið skipinu
lengur úti og var því lagt í október
1974. Pessi ákvörðun vakti mótmæla-
öldu sem vart varð um allan heim.
Frönsku sjómannafélögin hófu baráttu
í málinu og það var rætt í franska
þinginu en allt kom fyrir ekki. Jafn-
vel allsherjarverkfall á franska kaup-
skipaflotanum varð árangurslaust. —
Ákvörðun stjórnarinnar varð ekki
breytt.
Ekki hefur verið ákveðið hver verða
endanleg örlög France — verður því
ef til vill breytt í fljótandi skemmti-
stað eins og Queen Mary, sem liggur
við festar undan Long Beach í Kali-
forníu? Eða verður það höggvið í
brotajárn eins og stendur til að gera
við Queen Elizabeth, sem liggur í
Hong Kong stórskemmt eftir elds-
voða? Verður France kannski leyft að
verða ryðinu að bráð eins og stórskip-
inu United States, sem hlaut þau ör-
lög?
Eitt er víst, að hinar dásamlegu
stundir sem við lifðum um borð í
France koma aldrei aftur, við sjáum
ekki framar mannþröngina við brott-
för eða rauðklædda ungþjóna með
blómvendi og kampavínsflöskur. Við
getum ekkert gert, aðeins minnst og
saknað.
☆