Úrval - 01.11.1975, Qupperneq 26
24
ÚRVAL
menntaðir, næmgeðja og skilningsríkir
menn, en múhameðstrúarmennirnir
ólæsir og ómenntaðir ruddar.
í ýmsum viðræðum heyrði gestur-
inn trú sinni lýst sem trú „munaðar",
„vellystinga“, „sællífis" og „nautna“.
En hið versta var samt, að hvar-
vetna sem hann fór, var hann kallað-
ur „múhameðstrúarmaður“ og trú
hans var kölluð „múhameðstrú“. Petta
eru tvö hin óheppilegustu orð, sem
hægt er að nota til þess að lýsa þess-
ari öflugu trú.
Við skulum gaumgæfa, hvers vegna
hann álítur slíka framkomu vera mjög
móðgandi fyrir þann, sem er Islams-
trúar.
Múhameð, hinn innblásni maður,
sem gerðist spámaður Islams, fæddist
um árið 570 e. Kr. í borginni Mekka
í Arabíu. Hann missti móður sína við
fæðingu og varð munaðarleysingi, enda
lét hann sér alltaf annt um þá, sem
bjuggu við skort og kúgun. Tvítugur
að aldri var hann þegar orðinn dug-
andi kaupmaður, og brátt gerðist hann
stjórnandi úlfaldalesta fyrir auðuga
ekkju, sem var 35 ára að aldri. Pegar
hann var orðinn 25 ára, bað þessi
vinnuveitandi hans. Ekkjan hafði kom-
ið auga á kosti hans. Hann tók bón-
orði hennar og reyndist hentii trúr og
dyggur eiginmaður alla sína ævi.
ORÐ AF HIMNUM OFAN. Pegar
þessi maður. eyðimerkurinnar var orð-
inn fertugur, átti hann ánægjulega
daga: ástríka eiginkonu, góð börn og
guðæfi. Múhameðstrúarmenn (múslim-
ar) trúa því, að þá hafi honum tekið
að opinberast boðskapur guðs fyrir
milligöngu Gabríels erkiengils.
Pví var eins farið með Múhameð
og flesta meiri háttar spámenn, sem
á undan honum fóru, að hann var
ófús til þess að gerast boðberi boð-
skapar frá guði, þar eð hann fann til
vanmáttar síns til slíks. En engillinn
skipaði svo fyrir: „Lestu.“ Að því
best er vitað, kunni Múhameð þá
hvorki að lesa né skrifa, en hann
byrjaði að mæla fram og boða þau
innblásnu orð, sem brátt áttu eftir að
valda byltingu á stórum svæðum jarð-
arinnar: „Pað er aðeins einn guð.“
Boðskapur Múhameðs olli gremju
þeirra auðugu araba, sem játuðu trú
á marga guði, og Múhameð og áhang-
endur hans voru reknir úr heimaborg
sinni, Mekka. Nú neyddist Múhameð
til þess að berjast til varnar því frelsi
samviskunnar, sem hann boðaði. Hann
snerist oft til atlögu gegn fimmfalt
mannfleira liði og vann nokkra stór-
kostlega sigra.
Síðar varð hann æðsti maður þjóð-
félags múslima, áhangenda Islamstrú-
ar. Og sú viska, sem hann sýndi þá,
jaegar hann dæmdi í flóknum málum,
varð grundvöllurinn að þeim trúar-
lögmálum, sem eru kjarni Islamstrú-
arinnar núna.
í krafti síns geysisterka persónu-
leika bylti Múhameð við öllu þjóð-
lífi í Arabíu og gervöllum Miðaustur-
löndum. Hann boðaði trú á einn guð.
Hann leysti konur úr ánauð þeirri,
sem siðvenjur eyðimerkurinnar höfðu