Úrval - 01.11.1975, Page 27
AÐ VERA MÚHAMEÐSTRÚARMAÐUR
haldið þeim í, og boðaði almennt þjóð-
félagslegt réttlæti. Á meðal drykkju-
manna boðaði hann bindindi og gerði
áfengið útlægt, svo að enn þann dag í
dag eru allir góðir fylgjendur Islams
bindindismenn. Og hann kom á strangri
árlegri föstu frá sólarupprás til sólar-
lags í heilan mánuð ár hvert.
HJARTAHREINN. Áður en Mú-
hameð kom fram, voru menn hvattir
til þess að taka sér eins margar kon-
ur og þeir gátu. Hann kvað svo á um,
að menn skyldu ekki taka sér fleiri
en fjórar konur. Og í Kóraninum er
það skýrt tekið fram, að eiginmenn,
sem eru ekki færir um að viðhalda
ströngu jafnrétti milli tveggja eða
fleiri eiginkvenna,. verði að halda sig
að einni.
Almennur misskilningur hefur sprott
ið upp af loforði Múhameðs um Para-
dísarvist Islamstrúarmönnum til handa.
f landi óskaplegra þurrka og sand-
storma spáði hann því, að illir menn
yrðu að þjást í kveljandi eldum vítis,
en góðir menn yrðu á hinn bóginn
fluttir til Paradísar, þar sem var sval-
ur andvari, unaðslegar ár og fagrar
konur, er ,,houri“ nefndust.
Orðið „houri“ var vestrænum mönn-
um framandi og ímyndunarafl þeirar
tengdi orð þetta einu Ijótasta orði
enskunnar, þar eð það hljómaði líkt
(whore: hóra. Pýð.). Peir drógu þá
álvktun, að Paradís Múhameðs væri
kvnsvallastaður. Peir höfðu á röngu að
standa. „Houri“ er kona með Ijósa
búð og svört augu, kona sem mynduð
25
er úr moskusilmefnum og kryddi,
ótrúlega fögur og hreinltf að eilífu.
Múhameð var geysilega hagsýnn á
öllum sviðum. Pegar hinn heittelsk-
aði sonur hans Ibrahim dó, varð sól-
myrkvi, og þá komst fljótlega á kreik
orðrómur um, að sólmyrkvinn væri
tákn um djúpa hluttekningu guðs. Pá
er sagt, að Múhameð hafi birt eftir-
farandi tilkynningu: „Sólmyrkvi er
náttúrufyrirbrigði. Pað er heimskulegt
að álíta, að fæðing eða dauði mann-
legrar lífveru geti orsakað hann.“
HEILL PÉR. Pegar Múhameð dó,
var gerð tilraun til þess að taka hann
í guða tölu, en maður sá, sem taka
átti við stjórn trúarsamfélags hans,
kæfði þá móðursýki í fæðingu með
einni göfugmannlegustu ræðu, sem
haldin hefur verið í sögu trúarbragða
mannkyns. Hann sagði: „Sé einhver
meðal ykkar, sem tignað hefur Mú-
hameð, þá tilkynnist honum, að Mú-
hameð er dáinn. En hafi það verið
guð, sem þið tignuðuð, þá lifir hann
að eilífu.“
Maðurinn Múhameð var grafinn í
venjulegri grafhvelfingu, og hefur ætíð
verið vitað, hvar hún er. Hann hafði
haldið því fram, að hann væri bara
venjulegur maður, sem hefði aðeins
tekið við einni af orðsendingum þeim,
sem guð sendi mönnunum öðru hverju.
Einn af heimspekingum eyðimerk-
urinnar komst svo að orði, er hann
vildi útskvra, hvers vegna fólk, sem
játar trú Islams, kærir sig ekki um að
vera kallað ,múhameðstrúarfólk‘: