Úrval - 01.11.1975, Qupperneq 28

Úrval - 01.11.1975, Qupperneq 28
26 ÚRVAL „Kristinn maður er maður, sem trúir því, að Kristur hafi verið hluti af guði sjálfum og kjarni trúar hans. Það væri sambærilegt því, að „Múhameðstrúar- maður“ væri maður, sem tryði því, að Múhameð væri á sama hátt hluti guðs og kjarni trúar sinnar. En Múhameð var maður. Hann giftist, átti börn, vann fyrir brauði sínu, dó og var graf- inn í gröf eins og við hin. Enginn maður mundi tigna Múhameð. Það er Guð, sem við tignum. Því skuluð þið kalla okkur múslíma, þá, sem beygja sig undir vilja guðs.“ Kóraninn er líklega sú bók, sem oftast er lesin hér í heimi, og kannski er hún áhrifaríkasta aflið í daglegu lífi þess fólks, sem trúir á boðskap hennar. Kóraninn er styttri en Nvja testamentið og skrifaður í hátíðlegum stíl. Hann er hvorki ljóðaskáldskapur né venjulegt óbundið mál, en samt kveikir hann eldheita trú meðal þeirra, sem lesa hann eða heyra boðskap hans. Hljómfalli setninga hans hefur verið líkt við trumbuslátt, við bergmál nátt- úrunnar og söng ævagamalla samfé- laga. Hann er skrifaður á arabisku, og trúaðir áhangendur Islams hafa oft lagst gegn því, að hann yrði þýddur á önnur tungumál. Um gervallan heim hafa menn sveist við að læra arabisku til þess eins að geta lesið hina helgu bók og beðið á frummáli bænanna. Efni Kóransins var opinberað Mú- hameð á árunum 610 til 632 í borg unum Mekka og Medína. Trúaðir skrif- finnar skrifuðu efni hans á pappírs- snepla, trjábörk og hvít herðablöð dýra. Þessar opinberanir voru þrungn- ar dásamlegri fullvissu um, að það væri aðeins til einn guð, miskunnsam- ur og samúðarfullur: „Hann er Allah, Skaparinn, Höfundurinn, Mótandinn. Allt á himni og jörðu dásamar dýrð Hans, og Hann er hinn Máttugi, hinn Vitri.“ Það var þessi boðskapur, sem gaf mönnum innblástur til þess að bylta lífi sínu og þjóða sinna. Opin- beranirnar kváðu skýrt og ákveðið á um skipulag þjóðfélagsins, lög þess, framkvæmdir og vandamál. Mörg virt nöfn úr kristindómi og gyðingdómi eru birt í Kóraninum. Fimm þýðingarmiklir kaflar hans bera til dæmis heitin Nói, Jónas, Jósep, Abraham og María. Nöfn Jesú, Ad- ams, Davíðs, Golíats, Jobs, Mósesar, Lots og Salómons gegna einnig mikil- vægum hlutverkum í Kóraninum, enda þótt sérstakir kaflar beri þar ekki slík nöfn. Trúarbrögð Islams eru að nokkru leyti grundvölluð á orðum spámanna, sem uppi voru á undan Múhamð, eink- um Jesú, Nóa, Abrahams og Mósesar. Kóraninn viðurkennir ekki, að Jesús hafi verið Sonur Guðs og að Hann hafi dáið píslardauða á krossinum. Ef Jesús yrði viðurkenndur sem barn Guðs, álíta áhangendur Islams, að slíkt mundi stofna kenningunni um eind Guðs í hættu, en hún er horn- steinn Islamstrúar. í Kóraninum er tekið furðulega skýrt til orða á jarðbundinn hátt, þeg- ar fjallað er um hið góða líf dyggðar-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.