Úrval - 01.11.1975, Side 29
AÐ VERA MÚHAMEÐSTRÚARMAÐUR
27
innar: „Þegar þið eigið viðskipti hver
við annan, sem snerta framtíðarskuld-
bindingar, skuluð þið hafa þær skrif-
legar . . . og útvegið ykkur tvö vitni,
svo að annað vitnið geti áminnt hitt
vitnið, ef það kann að vilja bregðast.
Slíkt er réttlátara í augum Guðs, hent-
ugra til sönnunar og þægilegra til þess
að hindra það, að efi komi upp ykkar
á milli.“ Það er þessi trú á einn guð
og hollusta við hann auk hinna hag-
nýtu leiðbeininga, sem gera Kóraninn
að svo sérstakri bók.
I viðbót við Kóraninn byggir Is-
lamstrú á „arfsögnum" um það, sem
Múhameð sagði og gerði. Þar er að
mestu leyti um að ræða munnmæla-
sögur, sem orðið hafa til við tjald-
búðabálið, hitt og þetta, sem menn
minnast, eftir að mikill maður and-
ast.
Næstum 100 árum eftir dauða Mú-
hameðs höfðu yfir milljón sérstakar
sögur um hann þegar hafið göngu
sína. En þegar hafist var handa um
að rannsaka sagnfræðilegt gildi þeirra,
var yfir 597.000 þeirra hafnað. Af-
gangurinn, sem ber heitið Hadith, er
viðurkenndur af öllum góðum mús-
límum sem óm'engaður sannleikur.
Mikið af almennri hagnýtri visku
Islamstrúar má rekja til Hadith Sem
dæmi rná nefna eftirfarandi sögu: ,,Á
dirnmu kvöldi þurfti Múhameð að
fylgja konu sinni heim úr bænahús-
inu. Á leiðinni sá hann tvo menn,
sem stóðu í skugganum og hlógu að
honum. Hann kallaði til þeirra, lvfti
blæju konu sinnar og sagði: „Sjáið,
þetta er konan mín, sem ég geng með.“
Þegar ókunnugu mennirnir héldu því
ákveðið fram, að þeir tryðu honum,
sagði hann: „Ég hafði ekki áhyggjur
af því, að þið tryðuð mér kannski
ekki. Ég vildi ekki, að grunur ykkar
hefði áhrif á trú ykkar.“
Sumir þýðingarmestu frumþættir
trúar og menningar Islams eiga rót
sína að rekja til þessara hefða. Sér-
hver áhangandi Islams hefur yfir eftir-
farandi byrjunarvers Kóransins í upp-
hafi máltíðar eða hvers annars verks:
„I nafni Guðs, hins Blessunarríkasta,
hins Miskunnsamasta." Þeir kasta
kveðju hver á annan með þessurn orð-
um: „Friður sé með þér.“ Allar bæna-
siðvenjur guðsþjónustunnar eru
sprottnar upp af þessum hefðum, þar
á meðal bænakallið.
Sumar þessar hefðir hafa haft áhrif
á hegðun Vesturlandabúa. „Einu sinni
sá Múhameð, að verið var að brenni-
merkja dýr í andlit þess. Hann sagði:
„Viðkvæmasti hluti dýrsins er andlit-
ið. Ef þið þurfið að brennimerkja,
skuluð þið gera það á lendarnar, þar
sem holdið er þykkara." Og þessi sið-
venja breiddist út.“
Múhameð skildi eftir sig margar
arfsagnir, hvað snerti sómasamlega
hegðun í stríði: „Standið af fullri
hollustu við alla sáttmála og samninga.
Forðist svik, og limlestið ekki lík
óvina ykkar. Deyðið ekki börn, kon-
ur, gamla menn né menn, sem hafa
helgað trúarbrögðum þjónustu sína.
Eyðileggið ekki helgigripi, aldingarða
né jarðargróða."