Úrval - 01.11.1975, Page 31
AÐ VERA MÚHAMEÐSTRÚARMAÐUR
29
örmagna sem hann kann að vera af
völdum hitans. Síðan rýfur hann föst-
una, þegar rökkvar.
5. Áhangandi Islamstrúar ætti að
fara í að minnsta kosti eina pílagríms-
ferð til Mekka á ævi sinni, sé hann
líkamlega og fjárhagslega fær um það.
Eftir þá ferð má hann titla sig ,,hajj“.
Pessi venja skapaðist, þegar flestir
áhangendur Islamstrúar bjuggu í nokk-
urra mílna fjarlægð frá hinni helgu
borg. Henni er viðhaldið enn þann
dag í dag, þegar menn verða að ferð-
ast yfir þver meginlöndin til þess að
ná til Mekka.
Engin önnur trúarbrögð í sögu
mannkynsins hafa breiðst eins hratt út
og Islamstrú. Pegar Múhameð dó ár-
ið 632 e. Kr., var Islamstrú orðin
ríkjandi í miklum hluta Arabíu. Brátt
vann hún sigur í Sýrlandi, Persíu,
Egyptalandi, syðstu hlutum núverandi
Sovétríkja og allri Norður-Afríku allt
til Spánar. Og á næstu öld þar á eftir
varð sigurganga hennar enn stórkost-
legri.
Margir Vesturlandabúar hafa látið
blekkjast af sögukennslubókum sínum
og trúa því, að áhangendur Islams
hafi verið villtir vantrúarmenn. Peim
veitist erfitt að skilja, í hve ríkum
mæli vitsmunalegt Iíf okkar hefur mót-
ast af áhrifum frá fræðimönnum Is-
lams á sviði vísinda, læknislistar, stærð-
fræði, landafræði og heimspeki. Kross-
farar, sem réðust inn í Landið helga
til þess að berjast þar við áhangendur
Islams, sneru aftur heim til Evrópu
haldnir nýjum hugmyndum um ástina,
ljóðlistina, riddaramennskuna, hernað-
arlistina og stjórnlistina. Hugmyndir
okkar um, hvað háskóli ætti að vera
í raun og veru, mótuðust mjög af
fræðimönnum Islams, sem fullkomn-
uðu sagnritun og færðu Evrópu mik-
inn lærdóm að gjöf.
Enda þótt Islamstrú hafi átt upp-
runa sinn í Arabíu, er aðeins lítill
hundraðshluti (7%) af áhangendum
Islamstrúar um víða veröld arabar, og
tæpur fjórðungur (20%) þeirra talar
arabisku sem móðurmál sitt.
Islamstrú boðar í ríkara mæli en
flest trúarbrögð bræðralag allra kyn-
þátta, litarhátta og þjóða innan vé-
banda sinna. Múhameð sjálfur hafði
líka sams konar hörundslit og Jesús,
hvítt hörund, sem sólin hafði litað
brúnt. En áhangendur hans eru nú af
öllum litarháttum: svartir menn frá
Afríku, gulir menn frá Kína, brúnir
menn frá Malasíu og hvítir menn frá
Tyrklandi.
Islamstrú leyfir ekki prestastétt. Og
því er eins farið með hana og gyðing-
dóminn, að hún leggur ekki blessun
sína yfir dýrkun ímynda í formi mynda
eða stytta. Bænahúsin eru aðeins
skreytt ,geometrisku‘ mynstri. Yrði
þessi tímaritsgrein myndskreytt með
mynd, sem tákna skyldi Múhameð,
yrðu öll eintök tímaritsins strax gerð
upptæk í löndum Islamstrúar.
VALDAJAFNVÆGI. Langtímum
saman var það svo, að þjóðir þær, sem
gerst höfðu áhangendur Islamstrúar,
fjarlægðust anda Múhameðs. Verði