Úrval - 01.11.1975, Síða 31

Úrval - 01.11.1975, Síða 31
AÐ VERA MÚHAMEÐSTRÚARMAÐUR 29 örmagna sem hann kann að vera af völdum hitans. Síðan rýfur hann föst- una, þegar rökkvar. 5. Áhangandi Islamstrúar ætti að fara í að minnsta kosti eina pílagríms- ferð til Mekka á ævi sinni, sé hann líkamlega og fjárhagslega fær um það. Eftir þá ferð má hann titla sig ,,hajj“. Pessi venja skapaðist, þegar flestir áhangendur Islamstrúar bjuggu í nokk- urra mílna fjarlægð frá hinni helgu borg. Henni er viðhaldið enn þann dag í dag, þegar menn verða að ferð- ast yfir þver meginlöndin til þess að ná til Mekka. Engin önnur trúarbrögð í sögu mannkynsins hafa breiðst eins hratt út og Islamstrú. Pegar Múhameð dó ár- ið 632 e. Kr., var Islamstrú orðin ríkjandi í miklum hluta Arabíu. Brátt vann hún sigur í Sýrlandi, Persíu, Egyptalandi, syðstu hlutum núverandi Sovétríkja og allri Norður-Afríku allt til Spánar. Og á næstu öld þar á eftir varð sigurganga hennar enn stórkost- legri. Margir Vesturlandabúar hafa látið blekkjast af sögukennslubókum sínum og trúa því, að áhangendur Islams hafi verið villtir vantrúarmenn. Peim veitist erfitt að skilja, í hve ríkum mæli vitsmunalegt Iíf okkar hefur mót- ast af áhrifum frá fræðimönnum Is- lams á sviði vísinda, læknislistar, stærð- fræði, landafræði og heimspeki. Kross- farar, sem réðust inn í Landið helga til þess að berjast þar við áhangendur Islams, sneru aftur heim til Evrópu haldnir nýjum hugmyndum um ástina, ljóðlistina, riddaramennskuna, hernað- arlistina og stjórnlistina. Hugmyndir okkar um, hvað háskóli ætti að vera í raun og veru, mótuðust mjög af fræðimönnum Islams, sem fullkomn- uðu sagnritun og færðu Evrópu mik- inn lærdóm að gjöf. Enda þótt Islamstrú hafi átt upp- runa sinn í Arabíu, er aðeins lítill hundraðshluti (7%) af áhangendum Islamstrúar um víða veröld arabar, og tæpur fjórðungur (20%) þeirra talar arabisku sem móðurmál sitt. Islamstrú boðar í ríkara mæli en flest trúarbrögð bræðralag allra kyn- þátta, litarhátta og þjóða innan vé- banda sinna. Múhameð sjálfur hafði líka sams konar hörundslit og Jesús, hvítt hörund, sem sólin hafði litað brúnt. En áhangendur hans eru nú af öllum litarháttum: svartir menn frá Afríku, gulir menn frá Kína, brúnir menn frá Malasíu og hvítir menn frá Tyrklandi. Islamstrú leyfir ekki prestastétt. Og því er eins farið með hana og gyðing- dóminn, að hún leggur ekki blessun sína yfir dýrkun ímynda í formi mynda eða stytta. Bænahúsin eru aðeins skreytt ,geometrisku‘ mynstri. Yrði þessi tímaritsgrein myndskreytt með mynd, sem tákna skyldi Múhameð, yrðu öll eintök tímaritsins strax gerð upptæk í löndum Islamstrúar. VALDAJAFNVÆGI. Langtímum saman var það svo, að þjóðir þær, sem gerst höfðu áhangendur Islamstrúar, fjarlægðust anda Múhameðs. Verði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.