Úrval - 01.11.1975, Síða 39
.37
KRISTUR, LJÓS HEIMSINS
hörkuleg eða skeytingarlaus. Og kann-
ski skynjum við þetta í mótsögnum
okkar eigin eðlis, sem gefa okkur al-
drei tækifæri til þess að vera þess
háttar manneskjur, sem við viljum
vera, en það er hið versta af öllu.
Kristur færir okkur birtu inn í
myrkur af þessu tagi. Hann fulivissar
okkur um, að hvað annað sem kann
að vera okkur andsnúið, jafnvel þótt
við höfum snúist gegn sjálfum okkur,
þá er guð, hið raunverulegasta fyrir-
brigði allra raunverulegra fyrirbrigða,
með okkur og fordæmir okkur ekki
heldur tekur málstað okkar og veitir
okkur styrk til þess að þrauka. Birt-
an, sem stafar af Kristi, eyðir ekki að-
eins myrkri okkar fjandsamlega heims,
heldur einnig hinum svikulu skugg-
um okkar eigin blekkinga. Pví að við
þráum oft að flýja lífið á óraunsæjan
hátt, hættur þess og þjáningar, tak-
markanir þess og ráðgátur.
í tilraun okkar til þess að fuilnægja
þessari þrá gerum við okkur blekk-
ingarkenndan guð, eins konar töfra-
veru, sem líkist töframanninum Al-
addin með hinn dásamlega töfralampa
sinn í hugarheimi okkar. Á meðan við
höfum hann góðan með því að vera
góð og hæfilega trúrækin, mun hann
vernda okkur og veita okkur hamingju
og nægilega velgengni, að okkar áliti.
Að vísu mun sumt fólk deyja í járn-
brautarslvsum og annað mun deyja af
völdum krabbameins eftir Iangvinnar
þjáningar, en við og þeir, sem við elsk-
um, verðum vernduð af okkar almátt-
uga töfraguði.
En síðan verða aðstæður á vegi okk-
ar, er töfraguðinn okkar lætur undir
höfuð leggjast að vernda okkur. Við
nuddum Aladdinslampann, en samt
birtist enginn hjálparandi. Við verð-
um vonsvikin og reið. Hvaða gagn er
að þeim guði, sem getur jafnvel ekki
litið eftir hagsmunum síns eigin fólks?
Við skulum svo sannarlega ná okkur
niðri á honum með því að hætta að
trúa á hann.
En það, sem við hættum í rauninni
að trúa á, er okkar eigin uppfinning,
guð óskhyggju okkar, sá guð, sem á
að uppfylla allar okkar óskir. Og reið-
in, efinn og örvæntingin, sem slíkt
hefur í för með sér, getur orðið það
hráefni, sem nota má til þess að skapa
úr sanna trú á raunverulegan guð.
Það er tekið skýrt fram í Heilagri
ritningu, að Jesús fann til aðdráttar-
afls þessa töfraguðs, fann slíkt sem
óhjákvæmilega freistingu, sem maður-
inn yrði að kljást við. Par eð hann var
hungraður, mundi guð þá eklci hjáipa
honum til þess að breyta steinum í
brauð? Og kastaði hann sér fram af
hábrún musterisins, myndu þá ekki
englar bera hann á örmum sér? En
slíkum hugsunum var vísað á bug, um
leið og þær birtust. Að láta þær stjórna
brevtni sinni væri hið sama og að
meðhöndla guð eins og gágnlegan töfra-
mann — — og slíkt væri guðlast.
Jesús bjóst aldrei við því, að iífið
hampaði honum. Hann skynjaði, að
menn, og þá einkum hann sjálfur, eru
leiksoppar tilviljana og aðstæðna, og
hann sætti sig við það. Hann skynj-