Úrval - 01.11.1975, Page 52
50
ÚRVAL
hlið mína um kvöldið, þegar ég fór í
smá leiðangursferð.
Mikið var ég dásamlega þreytt á
kvöldin, eftir röskar átta stundir á
þjóðveginum. Og hvað ég fór fljótt
að sofa og vaknaði snemma — og
vel upplögð. Ég hreyfði mig með var-
kárni á morgnana í tjaldinu mínu,
því á hliðum þess höfðu safnast sam-
an dropar, sem héngu þar gins og
rúbínar og glömpuðu í sólaruppkom-
unni. Og svo tók ég allt saman, það
varð að þorna á ferðalagi dagsins. Ég
var glöð yfir að tjaldið var rautt. Hver
dagur hófst í rósrauðum bjarma!
Stundum var ég fúl yfir að sjá hvaða
merkingu ferðamenn leggja í orðið
,,útilega“. Á sumum tjaldstæðum var
þetta eins og að búa í íbúðum —
bara undir berum himni. Petta voru
tölusett smásvæði með runnum í stað
veggja. Sjónvarpi og útvarpi. Konur
spígsporuðu í baðkápum með krullu-
pinna í hárinu. Rafmagnsrakvélar. Ég
flýti mér framhjá svona stöðum.
Ég hef sítt hár, sem ég flétta í tvær
fléttur. Stundum slást þær framan í
mig vegna loftstraums frá vindhlíf-
inni. En ég hef ekkert á móti því að
vegfarendur sjái að þar sé kona á ferð
og þess vegna treð ég þeim ekki und-
ir hjálminn. Árangurinn er líka sá, að
ég hef ekki orðið vör við neinn fjand-
skap annarra vegfarenda, eins og svo
margir mótorhjólaferðalangar kvarta
yfir. En dag nokkurn hugsaði ég með
mér. „Skítt með það, ég set hárið upp
undir hjálminn, þá er það ekki fyrir.“
Skömmu síðar stansaði ég við bensín-
tank til að spyrja til vegar. Eins og
venjulega gekk ég innfyrir án þess að
taka hjálminn af mér eða gleraugun
og bensíntitturinn spurði kurteislega:
„Hvað get ég gert fyrir þig, herra?“
Og þá tosaði ég fiétturnar niður aft-
ur!
Þegar ég sneri til Bandaríkjanna
aftur, var ég spennt og æst, þegar ég
átti að fara yfir landamærin, eins og
væri ég njósnari. Vingjarnlegur toll-
vörður talaði fram og aftur um mót-
orhjól við mig — svona eins og til að
róa mig — og svo spurði hann: „Hvaða
farangur ertu með til baka, sem þú
hafðir ekki, þegar þú fórst af stað?“
Ég hugsaði svo brakaði í heilanum,
því ég vildi fyrir alla muni vera heið-
arleg. „Við skulum nú sjá — jú, tvö
epli, tvær ferskjur, dós af hænsna-
kjötssúpu, og asbestbút.“ Hann glotti:
„Þú hefur ekki gert mjög mikið fyrir
kanadiskan þjóðarhag," og svo mátti
ég halda áfram.
I stuttu máli sagt var það dásam-
leg upplifun að keyra út í víðáttuna
á hverjum degi, að vera aleinn í friði
með sjálfum sér, að hlaða lítinn bái-
köst og laga einfalda máltíð, horfa á
sólina setjast, vera heilsusamlega
þreyttur eftir ferðalag dagsins og sofna
öruggur á jörðinni undir rauðu þaki.
Alltaf stóð stóra, hvíta mótorhjól-
ið og beið þolinmótt eftir mér, alltaf
startaði það í fyrstu tilraun, og suð-
aði friðsamlega í átt til fjallanna,
renndi sér glæsilega gegnum bæina og
ávann okkur vini hvar sem við fór-