Úrval - 01.11.1975, Síða 55

Úrval - 01.11.1975, Síða 55
APINN SEM TALAR VIÐ FÓLK 53 unni, sem hún hefur skrifað, og bíður svars. Pó er þetta ekki lygisaga. Þetta er stórkostleg tilraun til að hafa skoð- anaskipti við dýr, og fyrstu niður- stöður tilraunarinnar hafa hróflað við goðsögninni um það, hve sérstæð mannskepnan sé. Pví sjimpansinn, sem heitir reyndar Lana, skilur og getur sjálfstætt notað tungumál, en það er hæfileiki, sem fram að þessu hefur verið talið, að maðurinn einn byggi yfir. Duane M. Rumbaugh, hinn alvar- legi, 46 ára gamli sálfræðingur, sem hefur veitt tilrauninni forstöðu, segir að geta hennar til að nota tjáskipti af þessu tagi hafi farið langt fram úr fegurstu vonum þeirra, sem að til- rauninni standa. Lana lifir hinu sérstæða lífi sínu í Yerkes dýrafræðistofnuninni við Em- ory háskólann í Atlanta í Georgíu. Hún hefur náð góðum tökum á „yerk- ísku“, sem er eins konar „hagrædd" enska, og hefur þannig áhrif á um- hverfi sitt eftir sínu höfði. Tölvan, sem hún hefur sér til aðstoðar, hefur verið „prógrammeruð" til þess að þjóna þessu augnamiði og er reiðubú- in allan sólarhringinn til þess að verða við óskum hennar um mat, drykk, leikföng og skemmtun — ef þessar óskir eru bornar fram á réttu máli. Hún getur líka óskað eftir skemmtun og félagsskap, en það er mannfólkið, sem sér henni fyrir þeim hluta lífs- fullnægjunnar, aðallega þó Timothy V. Gill, 27 ára gamall vísindamaður, sem er aðalkennari Lönu. Við fylgdumst með Lönu, þar sem hún sveiflaði sér úr rólunni í búrinu sínu niður að stjórnborði tölvunnar. Hún tók að hamra á hnappana. Skjár- inn fyrir ofan stjórnborðið fylltist af táknum, sem í okkar augum líktust helst rúnum, en hvert tákn stendur fyrir ákveðið orð. Fjarriti tengdur tölvunni lifnaði við og túlkaði yerk- ískuna yfir á ensku: „Gera svo vel Tim láta djús í vélina.“ Og Tim svar- aði á sams konar stjórnborð utan við búrið: „Djús í vélinni.“ „Ekki djús í vélinni.“ Tim gætti að sjálfvirka vökvunar- tækinu fyrir aftan stjórnborð Lönu og fann, að það var tómt. Hann fyllti það, en endurtók síðan: „Djús í vél- inni.“ „Já,“ svaraði Lana. „Gera svo vel vél gefa djús.“ Pað suðaði í tölvúnni, small í tengingum og gusa af ávaxta safablöndu bunaði í plastkrús undir stjórnborði Lönu. Lana drakk pent úr henni með strái og sneri síðan aftur að stjórnborðinu: „Gera svo vel Tim að koma inn í klefann.“ Tim svaraði játandi, opnaði rennidyr klefans og hélt inn. Lana kom á móti honum, dró hann að stjórnborðinu og pikk- aði: „?Tim kitla Lönu.“ — á yerk- ísku koma spurningarmerkin fyrst. þegar spurt er. Tim reyndi að láta engin svipbrigði á sér sjá, en miðaði með fingrinum á „nei“ hnappinn. Lana þreif um hönd hans, og ýtti henni að ,,já“ hnappn- um, þar til hann lét undan og ýtti á hann. Pá stökk hún af stað, fram og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.