Úrval - 01.11.1975, Side 58
56
ÚRVAL
bætt hafði verið við stjórnborð Lönu
þennan morgun. Hún flýtti sér að
borðinu. Hún bað um þennan hlut
sem „skál“ og sem „krús“, en það
voru orð sem hún kunni þegar, en
svo sagði hún: „? Tim gefa Lönu
nafn á þessu.“
„Kassi nafn á þessu,“ svaraði Tim.
Lena ansaði þegar í stað: „? Tim gefa
Lönu þennan kassa.“
Petta var dramatísk uppgötvun.
Spurninga af þessu tagi hafði alls ekki
verið vænst, en ekki leið á löngu þar
til Lana litla spurði alfarið um heiti
á því sem hún sá og mundi þau.
Einu sinni bilaði hnappurinn fyrir
„kaffi“. Lana elskar svart kaffi. Hún
lét það ekki á sig fá heldur pikkaði:
„? Tim gefa Lönu það sem er svart.“
Jafnframt hamraði hún á gagnslausum
kaffihnappnum og horfði á Tim á
víxl, til að vera viss um að hann
skildi hvað hún var að fara. Pað hef-
ur líka komið í ljós, að þegar hún er
óþekk, er lang áhrifamesta refsingin
sú að loka fyrir stjórnborðið hennar.
Sér til skemmtunar hefur Lana eig-
ið stereókerfi með tónlist á segul-
böndum (hún tekur rokktónlist fram
yfir Bach), sjálfvirka kvikmyndavél og
litskyggnisýningarvél. Á öllu þessu
kviknar þegar hún ber óskir þar að
lútandi réttilega fram („Gera svo vel
vél búa til tónlist11). Allar athafnir
hennar við stjórnborðið eru teknar
upp á tónmyndsegulband til síðari
rannsókna. „Hún fer oft á kreik, fær
sér vatnssopa og skemmtir sér við að
skoða litskyggnur (slides) og hlusta á
tónlist eldsnemma á morgnana,“ sagði
Rumbaugh. Stundum talar hún líka
við sjálfa sig með aðstoð tölvunnar,
þegar hún er ein: „Slides nafn á
þessu.“ „Kvikmynd nafn á þessu.“
Og á fyrstu stigum þjálfunarinnar bað
hún stundum vélina að koma og kitla
sig — en það ?r eitt af því fáa, sem
talvan getur ekki gert.
Menn vona, að tilraunin með Lönu
varpi ljósi á það, hvað kemur tungu-
málagetu ungabarns af stað. Tæknin,
sem nú er verið að betrumbæta við
Yerkes getur líka orðið til þess að
hjálpa þeim þúsundum barna, sem alls
ekki ná neinu valdi á notkun máls.
Af þessum sökum hafa hinar ýmsu
stofnanir lagt stórfé til rannsóknanna
í Yerkes, og á fávitahæli í Atlanta
hefur sams konar tölvu verið komið
fyrir til þess að kanna, hvort mögu-
legt er að kenna mállausum, vangefn-
um börnum að tjá sig á þennan hátt,
með táknum og hnöppum. Vonir eru
bundnar við, að það reynist unnt, því
þá geta hinir vangefnu einnig séð,
hvað sagt er, en það er mikilvægt því
mörg þeirra muna alls ekki síðasta
orð til þess næsta í töluðu máli.
Tilraunum þessum verður haldið
áfram til 1980. Fjórum nýjum sjim-
pönsum verður kennt að tala á þenn-
an hátt, og lagt verður enn meira á
Lönu (sem nú er fimm ára, en sjim-
pansar geta orðið allt að 50 ára), með
því að fá henni yfirgripsmeiri stjórn-
borð og flóknari tölvur. Rumbaugh
sagði: „Við þurfum á sjimpansanum
að halda til þess að gefa okkur upp-