Úrval - 01.11.1975, Page 68
66
ÚRVAL
Enginn var ákafur til þessa, en
Hvíta húsið þrýsti á um geysimiklar
njósnir um keppinautana í demókrata-
flokknum. Liddy varð fyrir vonbrigð-
um, og hann var að reiðast. „Loks,“
skrifar Magruder, „sagði Mitchell mér,
að hann samþykkti áætlunina en Liddy
skyldi aðeins fá milljónarfjórðung doll-
ara (um 40 milljónir króna).“ Meðal
annars gerði áætlunin ráð fyrir, að
hlera skyldi síma Lawrences O'Bri-
ens, yfirmanns landsnefndar demó-
krataflokksins, sem hafði aðsetur í
Watergate, íbúða- og skirfstofuhús-
næði í Washington.
„Við ræddum, hverjir skyldu verða
fyrir hlerunum, og samþykkt var, að
Liddy skyldi hefjast handa við hler-
un í skrifstofu Larrys O'Briens. Síð-
an mundum við finna önnur hugsan-
leg fórnarlömb.“
Innan viku hafði Liddy tekið við
83 þúsund dollurum í reiðufé, og
hann var byrjaður að kaupa búnað
fyrir leynistarf sitt. Fyrsta hlerunin
fór eins og svo margt annað í þessari
klaufalegu starfsemi, algerlega út um
þúfur. Hlerunartækið við síma 0‘
Briens bilaði. Annað hlerunartæki
reyndist fyrir misskilning hafa veríð
sett við síma minniháttar starfsmanns.
Mitchell var að gefast upp. Liddy yrði
að gera betur, sagði hann. Pannig
varð aðfaranótt 17. júní framið ann-
að innbrotið, og hrunið kom.
Ekki er hægt að meta með skyn-
semi þá heimsku, sem réði um þetta
innbrot. Límband hafði verið sett lá-
rétt á lásana, en ekki lóðrétt, til að
minna bæri á þeim. Þegar vörður á
venjulegri eftirlitsferð hafði tekið
böndin af einu sinni, var þeim komið
fyrir að nýju á nákvæmlega sama lá-
rétta háttinn, svo að vörðurinn hringdi
þá í lögreglu. Pannig gerðist það, að
klukkan tvö um nótt voru fimm inn-
brotsþjófar teknir í íbúð Larrys O'
Briens. Peningarnir, sem þeir voru
með í 100 dollara seðlum, höfðu kom-
ið frá CREEP en þangað frá banka á
Manhattan, sem lögum samkvæmt
varð að hafa skýrslu um númerin á
seðlunum, svo að auðvelt reyndist að
rekja slóð þeirra. Einn af þeim, sem
handtekinn var, var að auki James
McCord, yfirmaður CREEP um ör-
yggismál. Hinir fjórir voru „málalið-
ar .
Loks gerði staðan í stjórnmálum
þetta heimskupör. Nixon hafði komið
heim frá Moskvu og sigri í friðarför.
George McGovern, keppinautur hans
úr flokki demókrata, hafði klofið
flokkinn í Kaliforníu. Friður, hagsæld
og kyrrð í innanríkismálum — allt
fékk þetta fólk til að kjósa Richard
Nixon. Samt höfðu þeir, sem flæktir
voru í Watergatemálið, verið að reyna
að brjótast áfram, knúðir af metorða-
girnd sinni.
HARÐI MAÐURINN. Pegar upp-
víst var um innbrotið í Watergate
hinn 17. júní, voru meistarar „neðan-
jarðarhreyfingarinnar“ staddir víðs
vegar um landið, og þeir áttu sér
ekki ills von. Mitchell og Magruder
voru í Kaliforníu, Haldeman og for-