Úrval - 01.11.1975, Page 83
NIXON: TRÚNAÐARBROT
rifjaði við mig upp atburði sumars-
ins. „Hver, sem hlustaði á, hefði ver-
ið kvaddur sem vitni. Tað var hættu-
legt að hlýða á böndin.“
„Við vorum hræddir við að kom-
ast að einhverju óhreinu,“ sagði Gar-
ment. „Menn voru óafvitandi vilj-
andi. Við vildum ekki setja reitina í
myndagátunni saman. Við vorum
hræddir við það, sem við kynnum að
komast að raun um. Við lékum blind-
ingsleik, og þannig flæktumst við í
Coxmálið í september og október.“
BARÁTTAN UM BÖNDIN. Archi-
bald Cox var lagaprófessor frá Har-
vard og hafði verið skipaður saksókn-
'jú af Elliot Richardson hinn 18. maí
1973. Hann óskaði fljótlega eftir upp-
ljóstranir Butterfields eftir því, að
forsetinn legði fram sem málsgögn
níu ákveðnar upptökur. Pessi kvaðn-
ing var lögð fram mánudaginn 23.
júlí, og henni var hafnað tveimur
dögum síðar. Starfsmenn Hvíta húss-
ins voru æfir yfir afstöðu Cox.
í ágúst stóð yfir lögfræðileg rimma
undir forsæti Sirícas dómara, þar sem
Cox og nýr lögfræðingur forsetans,
Charles Alan Wright, skiptust á grein-
argerðum. Wright vitnaði í stjórnar-
skrána þannig, að það mundi „særa
til ólífis" lagaleg réttindi, sem forseta-
embættinu fylgdu, ef afhjúpað yrði,
hvað ráðgjafar forsetans hefðu lagt til
mála í samræðum við hann. Sirica
mat annars vegar, hversu mikilvæg
slík réttindi forsetans væru, og hins
vegar þörfina fyrir sönnunargögn í
81
glæpamáli. Hann hafnaði máli Wrights
hinn 29. ágúst. Pá fór málið fyrir
áfrýjunardóm, sem úrskurðaði Cox í
vil 12. október, og veitti viku frest
til að verða við kröfum hans.
Menn verða að muna þau átök, sem
orðið hafa í huga Richards Nixons á
þessum tíma, þar sem hann streittist
við að skilja ringulreiðina, sem ríkti,
og hann varð að taka ákvarðanir í.
Petta föstudagskvöld, hinn 12. októ-
ber, varð árás araba á ísraelsmenn,
Yom Kippur-stríðið, sex daga görnul,
og í henni fólst hætta á heimsstyrjöld.
Israelsmenn höfðu hörfað fyrstu þrjá
dagana undan yfirburða herbúnaði ar-
aba, sem sovétmenn höfðu látið þeim
í té. Síðan hófu þeir gagnsókn, en
hin fullkomnustu vopn frá Sovétríkj-
unum drógu mjög úr sóknarmætti
þeirra. ísraelsmenn voru dæmdir til
ósigurs, ef þeir fengju ekki ný vopn
til að bæta það, sem eyðilagðist af
hergögnum þeirra. Sovétmenn höfðu
þá þegar tveimur dögum síðar hafið
að endurnýja hergögn araba með gíf-
urlegum loftflutningum. Peir fluttu
hundruð tonna af nýjum hergögnum
til Kaíró og Damaskus.
Ekki nóg með það. Spiro Agnew
varaforseti hafði beðist lausnar 10.
október og játað, að hann væri venju-
legur afbrotamaður, og þennan föstu-
dag, 12. október, varð Nixon að til-
kynna, að Gerald Ford tæki við því
embætti. Vegna þessa kvalræðis mun
honum ekki hafa þótt ákvörðun áfrýj-
unardómsins um segulböndin jafn-
knýjandi og ella.