Úrval - 01.11.1975, Síða 87
NIXON: TRÚNAÐARBROT
legið undir stöðugri smásjá blaða-
manna, sem aldrei höfðu sligast með
völdin, sjónvarpsins, sem vegna eðlis
síns leitar að æsingi jafnt og sannleika,
lögfræðinga í skrifstofu saksólcnara,
sem talið var að mislíkaði stíll Nix-
ons jafnmikið og gerðir hans. Samt
hafði verið í lög fest, allt síðan á dög-
um Magna Carta á Englandi, sem
fyrst skerti veldi ensks konungs, að
allir frjálsir menn og barónar hefðu
rétt á lögmætum dómi fyrir kvið-
dómendum jafningja sinna. Enginn af
andstæðingum forsetans gat enn tal-
ist jafningi hans, maður, sem væri
kjörinn æðsti valdhafi af fólkinu
sjálfu.
Væri slíkur hópur til, væru það
helst menn í fulltrúadeild Bandaríkja-
þings. Þeir eru sannarlega fulltrúar,
þó ekki aðeins fólksins heldur einnig
pólitískrar köllunar sinnar. 1 fulltrúa-
deildinni speglast skipting þjóðarinn-
ar eftir þjóðerni, allir hleypidómarnir
og hagsmunirnir. í þessari deild, þar
sem bæði sitja karlar og konur, voru
fáfróðir menn, kjánar og menntamenn,
úrvalsmenn og litlir karlar, þarna
endurspeglast syndir og dyggðir.
Með miklum vísdómi 200 árum áð-
ur höfðu þeir, sem stjórnarskrána
sömdu, valið þessa deild til að hafa
forgöngu, ef grípa þyrfti til aðgerða
gegn forseta, og teldi hún nægar sann-
anir, væri unnt að leggja fyrir öld-
ungadeild tilmæli um, að hann vrði
sviptur friðhelgi. Efri deildin mundi
síðan annast réttarhöldin. Stjórnar-
skráin gerir einungis í almennum orð-
85
um grein fyrir, hvernig forseti yrði
sviptur embætti með aðgerðum full-
trúadeildar og dómi í öldungadeild.
Meðal þess, sem slíkt gerði mögulegt,
væru auðvitað landráð og mútur, en
stjórnarskráin nefnir einnig stórglæpi
og afbrot.
Hvað þýðir það? Það á rætur langt
aftur í tímanum, á öld, þegar Ame-
ríka hafði enn ekki verið „uppgötv-
uð“ og lýðræði var jafnvel ekki til \
draumsýn, í hinum ofbeldisfullu Mið-
öldum, þegar franskir herrar reyndu
eftir sigurvinninga að berja hina
þrjósku englendinga til að hlýðnast
starfhæfri ríkisstjórn. Angevin-kon-
ungarnir, sem oft voru fjarstaddir frá
Englandi, komust að raun um, að þeir
gætu best stjórnað, ef þeir veittu ensk-
um undirsátum einhvers konar hlut-
deild í þátttöku í þingi lávarða og al-
mennings. Þegar sendimenn konunga
gerðu ekkert í málum eða unnu að
þeim á þann hátt, sem þinginu leist
ekki á, gat þingið gripið til sinna ráða
gegn slíkum sendifulltrúum. Orðið,
sem notað er í ensku um slíkar að-
gerðir, ,,impeachment“ er komið úr
forn-frönsku, „empescher", að
,,hindra“. f fyrsta sinn, sem þetta var
notað um stórglæpi, var, þegar kansl-
ari Ríkarðs annars varð fyrir barðinu
á þinginu, þar sem hann gerði ekkert
í máli eftir að hafa heitið þinginu að-
gerðum. Annað slíkt hefur komið síð-
ar, og alls var aðgerðum af þessu tagi
beitt ekki sjaldnar en hundrað sinn-
um af breska þinginu á árabilinu 1620
til 1640.