Úrval - 01.11.1975, Qupperneq 89
NIXON: TRÚNAÐARBROT
87
síðdegis og að kvöldi og spyrði spurn-
inga um sjálfan sig, aftur og aftur,
en gat ekki orðið ánægður.
Hinn 1. apríl 1974 krafðist dóms-
málanefnd fulltrúadeildarinnar upp-
töku af 42 samræðum, sem nefndin
taldi sig þurfa til að geta komist að
niðurstöðu. Hinn 18. apríl gerði nýi
saksóknarinn, Leon Jaworski, kröfur
til upptöku af 64 samtölum. Hvíta
húsið gat ekki hunsað dómstólana
enn einu sinni. í stað þess tók Nixon
karlmannlega ákvörðun. Hann kvaðst
án mótþróa afhenda úrdrætti úr hin-
um veigamiklu samtölum, sem kraf-
ist var, og þá mundi bandaríska þjóð-
in fá svörin.
Pví var það kvöldið 29. apríl 1974,
að forsetinn kom fram í sjónvarpi.
Petta var ein áhrifamesta ræða hans
á öllum ferli hans. Hann lét „setja
á svið“ 38 innbundnar bækur við
hlið sér, eina fyrir hvern mann í dóms-
málanefndinni. Svo sagði hann:
„I þeim eru allir þeir hlutar, sem
skipta máli, úr samtölunum, sem kraf-
ist hefur verið og voru tekin upp á
band, það er að segja allir hlutar,
sem koma við spurningunni, hvað ég
vissi um Watergate eða yfirhylmingu,
hvað ég gerði í því . . . Ég vil, að
enginn verði í óvissu lengur um, að
forsetinn hefur engu að leyna í þessu
máli.“
En hann hafði misst sjónar af sann-
leikanum um sjálfan sig, um stað-
reyndir og um eðli glæpsins, sem hann
var sakaður um. Hann var, hvort sem
hann skildi það eða ekki, að Ijúga.
Með opinberun þessari hrundi það
í rúst, sem eftir hafði verið af stuðn-
ingi almennings við Richard Nixon.
Upptökurnar töluðu eigin máli. Pær
lýstu ljótu orðbragði, óákveðni í radd-
hreim og dónaskap, sem gerði það,
sem fóllc ímyndaði sér um dónaskap
Lyndons Johnsons, sem hjóm. Sið-
gæðispostular, frjálslyndir og íhalds-
samir menn, sem studdu „hefðina" í
félags- og stjórnmálum, gátu nú keppt
í leit að nógu sterkum lýsingarorð-
um til að fordæma hegðun Nixons.
Hugh Scott, leiðtogi repúblikana '<
öldungadeildinni, byrjaði með ,,að
harrna", „viðbjóðslegt“, „siðlaust“.
Petta var verra en „eldurinn“ hafði
verið í október.
Dómsmálanefnd fulltrúadeildarinn-
ar kom saman 24. júlí til að hefja
yfirheyrslur, sem var sjónvarpað.
Snjallar ræður voru fluttar og heima-
spunninn sannleikur, brandarar og
högg fyrir neðan beltisstað, en ekk-
ert gat dregið athygli þeirra, sem
flæktir voru í þetta, frá réttarhöldun-
um. Ákvörðunin kom snemma laugar-
dagskvöldið 27. júlí eftir langan dag
þrætu í þinginu. Petta var allt rugl-
ingslegt, klækirnir, kurteisin, atkvæða-
greiðslur um breytingartillögur og
breytingartillögur um breytingartillög-
urnar. Sá, sem hlýddi á, skildi þó, að
þessi gerilsneydda kurteisi, sem stund-
um bar á, var í sjálfu sér hluti af fag-
urfræði réttarhaldanna, vísdómi for-
tíðarinnar, sem hafði gengið í erfðir.
Pess var krafist, að forseti yrði fjar-