Úrval - 01.11.1975, Qupperneq 100
98
ÚRVAL
lítil stúlka, var hún send út á stræti
tii að beda. En í stað þess að gera
það, faldi hún sig undir brúm bæjar-
ins og yljaði nakta fætur í höndum
sér, af því hún þorði ekki að fara
heim. Sá fyrsti, sem sýndi henni um-
hyggju, var flagari; hann hvarf áður
en hún fæddi honum dóttur. Mörgum
árum síðar komst sonurinn að harm-
sögu móður sinnar. Hann fann til með
henni, en fylitist um leið reiði í garð
heimsins, og úr garði þessara tilfinn-
inga spratt hin átakanlega saga Litla
stúlkan með eldspýturnar, og að hluta
Hún dugði ekki.
Penninn hans var töfrastafur, sem
með tímanum breytti öllum sorgurn
bernsku hans í fegurstu ævintýri —
meira að segja veikindum föður hans.
Dag nokkurn stóð drengurinn og dáð-
ist að frostrósum á glugganum. Pá
kom faðir hans og sýndi honum hvar
ískrystallarnir bjuggu til mynd af
hvítri kvenveru. „Petta er Snædrottn-
ingin,“ sagði skósmiðurinn. „Bráðum
kemur hún og sækir mig.“ Tveimur
mánuðum síðar var hann allur.
Pá kom hinn skilningslausi stjúp-
faðir inn í tilveru Hans Christians,
og skömmu seinna gerðist það, að
krónprinsinn stakk upp á því við hann
að hann gerðist rennismiður. Pað varð
of mikið fyrir þennan 14 ára dreng;
hann fór til Kaupmannahafnar til að
freista gæfunnar. Par barði hann að
dyrum alls þess ríka og fræga fólks, er
hann gat látið sér detta í hug. Hjá
frægri dansmær reyndi hann að dansa
ballett; hún hélt að hann væri að skop-
ast að henni og lét kasta honum út.
Hjá þekktum leikhússtjóra skaut hann
upp kolhnum í snjáðum sunnudaga-
fötunum sínum með svo stóran hatt,
að hann tók honum ofan fyrir eyru,
og las fyrir hann nokkra harmleiki,
sem hann hafði samið fyrir heima-
gerða brúðuleikhúsið sitt — þar var
honum líka vísað á dyr.
Nú átti hann aðeins einn ríkisdal
eftir — og skæru sópranröddina sína.
Hún féll í góðan jarðveg hjá Siboni
prófessor, sem var kennari við tón-
listarskóla, og hjá tónskáldinu Weyse.
Sín í milli söfnuðu þeir saman nokk-
urri fjárhæð, drengnum til lífeyris,
meðan hann legði stund á söngnám.
Hans Christian var í sjöunda himni.
En hann var líka á kynþroskaskeiði.
Eftir nokkra mánuði byrjaði hann í
mútum, og sópraninn hvarf að eilífu.
En þessi krangalegi unglingur með
klunnalegu framkomuna, sem þó var
full af brennandi ákefð, og sínar sér-
stæðu gáfur, vann sér fljótt nýja vini.
Peirra á meðal var hirðdama, sem endr-
um og eins gaf honum fé til fæðis og
klæða — en hann notaði það til þess
að kaupa sér kvæðabækur og leikhús-
miða.
Hann hafði herbergi hátt uppi á
kvisti, þaðan sem hann hafði dýrðlegt
útsýni yfir gafla, spírur og kúpla
gömlu borgarinnar. Hann sat gjarnan
og horfði á, þegar götuljósin voru
tendruð eitt af öðru, og virti fyrir sér
einmanalegt kertið, sem logaði við
rúmið hjá veikum dreng grannans.
Allt saman grófst þetta inn í vitund