Úrval - 01.11.1975, Blaðsíða 104
102
ÚRVAL
r----------------------------------n
. . . Andersen varð ástfanginn að minnsta kosti þrisvar sinnum.
Fyrst fékk hann hug á Riborg Voigt, sem hann hitti á skemmtiferð
á Fjóni. Flún hafði áhuga á ritstörfum hans og þau hittust oft, eftir
að hún flutti til Kaupmannahafnar. Pegar þau dvöldu saman, las
Andersen fyrir hana það sem hann hafði síðast skrifað. Pegar hann
heyrði orðsveip um, að hún væri heitin öðrum, skrifaði hann henni
og óskaði skýringar. Ffún viðurkenndi, að kvitturinn væri sannur,
játaði að henni þætti vænt um hann, en taldi sig bundna af heiti sínu.
Sú næsta, sem vakti ástarhug hans, var dóttir Collins, velgjörða-
manns hans. Hún var þrettán árum yngri en hann, var ekki hrifin
af honum og tók hann ekki alvarlega. Og sú þriðja, sem kom róti á
hug hans, var hinn frægi „sænski næturgali", Jenny Lind, hin heims-
fræga sópransöngkona. Hún varð kveikjan að mörgum sögum hans,
þar á meðal næturgalanum. En frá hennar hendi var aldrei meira á
milli þeirra en góð vinátta.
Andersen tókst aldrei að eignast eigið heimili. Hann var á eirðar-
lausu flakki milli hótelherbergja, gestaherbergja annars fólks, og her-
bergja sem leigð voru með húsgögnum. Petta var í samræmi við þörf
hans til að ferðast oft og lengi. Raunar hlýtur hann að hafa verið
einn víðförslasti maður síns samtíma. Hið fjarlæga hafði mikið að-
dráttarafl á hann, eins og marga aðra rómantíska menn, það sem var
bak við fjöllin blá gat svalað forvitni hans, fyllt huga hans og þurrk-
að út einmanaleik hans. — Hann var einn hinna fyrstu ferðasögu-
ritara. Ef til vill er fjálgasta ferðabók hans lýsing á níu mánaða ferð
um Ítalíu, Grikkland, Rúmeníu og Tyrkland . . .
. . . Vel mætti kalla Andersen fyrsta vísindaskáldsöguhöfundinn.
í einni sögu hans segir: „Eftir þúsund ár héðan í frá munu menn-
irnir fljúga á gufuvængjum gegnum loftið yfir höfin.“ Hann talar
um „loftskip“ sem koma frá Ameríku til Evrópu, hlaðin af fólki,
„rafsegulmagnaðan kapal undir höfunum“ sem þegar hefur flutt
skeyti um fjölda farþeganna í loftskipunum. Hann lýsir ennfremur,
hvernig farþegarnir, sem eru af „önnum kafinni kynslóð" heimsækja
nær alla Evrópu á átta dögum og staldra aðeins stutt í hverju landi.
Gæti Jules Verne hafa vitað um þessa sögu, þegar hann skrifaði
„Umhverfis jörðina á áttatíu dögum“ tuttugu árum síðar?
V____________________________________________________