Úrval - 01.11.1975, Side 107
105
dansið,“ og um leið skellti hann fast
með lófa sínum undir sólana.
Gamla frúin gaf dátanum skilding
og gekk síðan með Katrínu inn í
kirkjuna.
Og allt fólkið þar inni horfði á
rauðu skóna, sem Katrín hafði á fót-
unurn, og allar myndirnar horfðu á
skóna, og þegar Katrín kraup við grát-
urnar og færði gullkaleikinn að vör-
um sínum, þá hugsaði hún ekki um
annað en rauðu skóna og henni þótri
sem hún sæi þá fljótandi í kaleiknum.
Og hún gleymdi að syngja sálminn
sinn og lesa „faðir vor“.
Nú gengu allir út úr kirkju.nni og
gamla frúin steig upp í vagn sinn.
Katrín lyfti fæti til að stíga upp á
eftir, en þá stóð dátinn gamli hjá
henni og sagði: „Nei, sko! tarna eru
fallegir dansskór!“ og Katrín gat ekki
á sér setið. Hún mátti til að stíga
nokkur dansspor, og úr því byrjað var,
þá héldu fæturnir áfram að dansa. Pað
var eins og skórnir hefðu fengið vald
vfir fótunum. Hún dansaði fyrir kirkju-
hornið. Henni var það ekki sjálfrátt.
Vagnstjórinn varð að hlauoa á eftir
henni og ná henni, og hann lyfti henni
uop í vagninn, en fæturnir héldu
áfram að dansa, svo að hún meiddi
.vóðu, gömlu frúna með sparki sínu
T.oksins náðust skórnir af henni, og
há kvrrðust fæturnir.
ióeaar heim kom, voru skórntr iátn-
ir inn í skáo, en Katrín gat ekki stillt
f'" um að horfa á þá.
Nú iagðist frúin gamla veik og var
sos’t. að henni væri ekki lífs von.
Purfti þá að hjúkra henni og hlynna
að henni, og var það engum skyldara
en Katrínu, en einhvers staðar í borg-
inni átti þá að vera fjölmenn dans-
gleði, og var Katrínu boðið þangað.
Hún leit á gömlu frúna, sem ekki gat
batnað aftur, hvort sem var, og hún
leit á rauðu skóna og henni sýndist
það í alla staði saklaust. Hún setti
upp rauðu skóna, og það mátti hún
víst líka. — En svo fór hún á dans-
leikinn og þar fór hún að dansa.
En þegar hún ætlaði að dansa til
hægri handar, dönsuðu skórnir til
vinstri, og þegar hún ætlaði að dansa
innar eftir gólfinu, þá dönsuðu skórn-
ir fram eftir því, ofan þrepin, eftir
strætinu og út um borgarhliðið. Hún
dansaði og henni var nauðugur einn
kostur að dansa, — beina leið áfram
inn í koldimman skóginn.
Pá sá hún eitthvað uppi milli
trjánna og hélt það væri tunglið, því
það var eins og andlit, en þetta var
þá gamli rauðskeggjaði dátinn. Hann
sat og kinkaði kolli og sagði: ,,Nei,
sko! tarna eru fallegir dansskór!“
Pá varð hún dauðhrædd og ætlaði
að fleygja rauðu skónum, en þeir sátu
fastir, og hún reif af sér sokkana, en
skórnir voru holdgrónir við fæturna.
Hún dansaði og mátti til að dansa
vfir akur og engi, í regni og sólskini,
nótt og nýtan dag, en á nóttunni var
það verst.
Hún dansaði inn í opinn kirkju-
garðinn, en hinir dauðu, sem þar voru,
höfðu eitthvað betra fvrir stafni en
að dansa. Hún ætlaði að tylla sér nið-