Úrval - 01.11.1975, Qupperneq 112
110
ÚRVAL
^ÚT íjeimi læknavísiijdanrja
BÚ FYRIR MANNAMJÓLK.
Móðurmjólk getur dregið úr dauða
af völdum alvarlegrar smitunar hjá
ungbörnum, sem fædd eru fyrir tím-
ann. Pess vegna hefur víða í Banda-
ríkjunum verið komið upp mjólkur-
búum fyrir konumjólk. Eitt slíkt bú
er í Jefferson Davies sjúkrahúsinu í
Houston. „Mæðurnar mjalta sig í
dauðhreinsuð ílát og stinga henni
þannig í frystinn. Við sækjum svo
mjólkina einu sinni í viku,“ segir
einn læknanna þar, John Kenny.
Á einhvern hátt, sem enn er ekki
að fullu vitaður, fá börn gegnum konu-
mjólk vörn gegn smitun í innyflum
af völdum baktería. í Jefferson Davi-
es, sem á síðasta ári tók á móti 8771
barni, fengu um 30 barnanna innyfla-
sjúkdóm, sem kallast „necrotizing en-
teroclitis“ og getur verið banvænn. Af
þessum þrjátíu létust átta. Kenny
vonar, að með nýja konumjólkurbú-
inu verði hægt að fækka þessum sjúk-
dómstilfellum að verulegum mun eða
jafnvel komast fyrir þau.
UPI.
GÁFNAFARIÐ RÝRNAR EKKI.
Almennt er álitið, að námsgáfur
manna séu skarpastar um sautján ára
aldur, en fari síðan jafnt rýrnandi.
Petta er ekki rétt, segir dr. Lissy F.
Jarvik, sem er sálarfræðiprófessor í
Kaliforníuháskóla í Los Angeles. Ekki
verður einu sinni vart við rýrnun á
þekkingu, námsgetu eða hæfileikanum
til að draga ályktun, þótt menn séu á
sjötugs eða jafnvel áttræðis aldri.
Pótt roskið fólk kvarti jafnan um
minnistap, sýna rannsóknir dr. Jarvik,
að gamla fólkið getur lært til jafns
við það unga, en ef til vill ekki eins
hratt, og að minni þess getur oft og
tíðum verið fullt eins gott og þeirra,
sem yngri eru. Mikið af því, sem
kallað er minnistap, stafar að áliti dr.
Jarviks af því, að heyrn og sjón aldr-
aða fólksins er oft nokkuð skert, og
það hefur oft misst hæfileikann til
að einbeita sér, en það er vegna æf-
ingarleysis. Einnig er það niðurstaða
prófessorsins, að það sem oft er rang-
lega kallað andleg hrörnun, sé iðu-
lega aðeins merki um þunglyndi, sem
laga megi með ráðgjöf, sálfræðilegri
hjálp eða lyfjagjöf sem verkar móti
þunglyndi.
Family Circle.
KNATTSPYRNUHNÉ.
Allir íþróttaunnendur vita hvers
lags uppskurður er stundum gerður á
hnjám knattspyrnumanna og annarra