Úrval - 01.11.1975, Page 116

Úrval - 01.11.1975, Page 116
114 korninu. En af þeissu leiddi, að þeir urðu að nota eitraða kornið (mexi- pak), til sáningar og sem vetrarforða. Ekki höfðu þó allir gleymt hinum fyrri eitrunarharmleikjum og stjórnar- nefnd gerði tilraunir til að afstýra fleirum af slíku tagi. Hálfri milljón viðvörunarmiða var látið rigna niður úr flugvél, þar sem sex milljónir bænda búa strjált í einangruðum þorpum. Fyrsta hálfa mánuðinn var strangt eftirlit haft með uppskipuninni í Bas- rah. En þegar eftirlitsmennirnir drógu sig í hlé, fór allur agi út í veður og vind. Þegar pokar rifnuðu fylltu hafn- arverkamennirnir öll ílát af korni, sem þeir náðu til og höfðu með sér heim, eða seldu nágrönnunum það. Fólkið sat um vörubílana og kippti af þeim kornpokum, hvenær sem færi gafst. Pessir pokar lentu hjá kornvörusöl- um, en þeir blönduðu innflutta hveit- ið innlenda hveitinu, til að leyna rauða litnum á mexipak. Nú voru gefin út fyrirmæli um, að bændurnir yrðu að staðfesta með undirskrift eða þumal- fingraförum, að þeim væri kunnugt um eitrunarhættuna af korninu. En margir starfsmenn létu allt þetta skrif- finnskuumstang lönd og leið. Enda fór svo, að nokkrum dögum eftir komu Trade Carriers, var eitthvað af korni komið í hendur fólks, sem ekki hafði minnsta grun um hversu hættulegt það var. BRÆÐURNIR ASAWAI. Lang- mestur hluti kornsins hafnaði þó á bændabýlunum, eins og því var ætlað. ÚRVAL Á einu þeirra bjuggu Asawai bræð- urnir þrír, sem áttu aldrei í vændum nema lélega uppskeru af 50 hektur- um sólsviðins og saltmengaðs lands rétt norðan við Babylon. 1 kofaræxn- unum þeirra bjuggu 30 manns. Bræðurnir þöntuðu 1 Vi tonn af sáðkorni. Troðnum sekkjunum var hlaðið að húsabaki undir molnaða leirmúra. Vikum saman lágu þeir þarna og freistuðu fólksins. Október og nóvember liðu. Svo að segja hvert einasta kvöld sátu bræðurnir í kring- um bálið og skeggræddu um korn- birgðirnar miklu og bannið við því að nota það til brauðgerðar. Peir voru helst á því, að einhverjar tylliástæð- ur frá yfirvaldanna hálfu væru að baki þessu banni. Og Hamzieh, kona eins bróðurins, hæddi þá fyrir að þora ekki að nota nýja hveitið. Eruð þið allir sömu sauðirnir? sagði hún. Einn morg- unin sá hún sér færi að rífa gat á eitt pokahornið og krækja sér í nokkrar hveitilúkur. Við sjáum nú til, hvísl- aði hún laundrjúg að hinum konun- um. Ef fuglarnir þola kornið, ættum við ekki síður að gera það. Kvikasilfur veldur ekki hættulegum eitrunum um skeið, sé þess neytt í örsmáum skömmtum. Bæði menn og skepnur geta gengið með það í líkarn- anum vikum og mánuðum saman án þess nokkurs verði vart. En smátt og smátt hleðst svo mikið upp af því í heila, taugakerfi og öðrum líffærum, haldi neyslan áfram, vegna þess hvað útskilnaður þess fer hægfara, að veiga- mikil starfsemi líkamans fer að trufl-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.