Úrval - 01.11.1975, Page 125

Úrval - 01.11.1975, Page 125
123 KRABBAMEIN í KJÁLKA meinlausar, en eftir á sá ég, að þessir dropar líktust engan veginn blóðnös- um, einmitt það hve blæðingin olli litlum óþægindum var einkennilegt, aðeins komu fáeinir dropar á nokk- urra daga fresti síðan í október, að mig minnir. En snemma í desember kvefaðist hægri nösin á venjulegan hátt og stífl- an í hinni nösinni var orðin það mik- il, að hún hindraði andardráttinn, og blóðblettir voru á hverjum morgni á koddanum. Pá fór ég nú að sjá að ekki dygði lengur að trassa að vitja læknis, hann var reyndar handan við næsta götuhorn. Pann 13. desember skoðaði Erlingur Porsteinsson læknir mig, og talsvert blæddi, og bað hann mig að koma aftur daginn eftir. Pá dró hann út úr nösinni æxli, sem hann sagðist verða að senda í vefja- rannsókn og mætti rannsóknin ekki dragast. Heltekin hræðilegum grun gekk ég með litlu krukkuna, sem mér fannst geyma minn dauðadóm, upp Eiríksgötuna, og afhenti hana á Rann- sóknarstofu Háskólans með skilaboð- um læknisins. Par sem sýnið reyndist uggvænlegt hægtvaxandi æxli, var ég send í rönt- genmyndatöku, og sýndu myndirnar óeðlilegan skugga á efri kjálka vinstra megin. Mér flaug í hug, að tannlækn- ar höfðu haft orð á því fyrr á árinu, að tennurnar í efri góm væru ein- kennilega lausar, en við myndatöku á tannrótum sást ekkert þá. Var orsök- in nú að finnast? Stefán Skaftason. yfirlæknir Háls-, nef- og eyrnadeildar á Borgarspítalan- um í Reykjavík tók að sér mitt erf- iða tilfelli og gerði mér hreinskilnis- lega ljóst, að skurðurinn mundi leika andlit mitt illa og gæti jafnvel kost- að vinstra augað, svo að ég dreif mig með barnahópinn minn, dótturdóttur og seinni mann í fjölskyldumyndatöku á gamlársdag, og þann 3. janúar lét ég taka andlitsmyndir af mér einni. Dag- inn eftir var ég síðan lögð inn á sjúkrahúsið og að rannsóknum og undirbúningi loknum var aðgerðin framkvæmd þann 13. janúar 1972, af læknunum Stefáni Skaftasyni og Ólafi F. Bjarnasyni, en Porbjörg Magnús- dóttir læknir sá um svæfinguna. Eftir fimm stundir vaknaði ég með andlit- ið bæklað fyrir lífstíð, og hálfa sjón- ina. Vinstra augað hafði verið numið burt ásamt vinstra helmingi efri kjálk- ans með hálfum tanngarðinum. Einn- ig eyðilagðist lyktarskynið vinstra megin. Húð af læri var grædd innan á kinnina. Ekki hraut mér tár af hægra auganu, þetta var þyngra en tárum tæki, þó að ég vissi að verið var að reyna að bjarga lífi mínu með jiessari fórn. Betri er hálfur skaði en allur, sagði ég við sjálfa mig, og reyndi að lúra. Hvorki gat ég borðað né talað eðli lega. fyrr en Guðjón Axelsson, tann- læknir og sérfræðingur í prótesusmíði, hafði smíðað í mig plötu til að loka fvrir holuna, og síðan tók hann að sér að setja gullkrónur á hægri hluta efri tanngarðsins, og sjá um smíði á gervikjálka með hálfum tanngarði og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.