Goðasteinn - 01.09.1965, Page 5
Sigurður Nordal, dr. phil. prófessor:
Upphaf íslands
Orkneysk þjóðsaga
Einu sinni í fyrndinni hafðist við í sjónum geysistór og gráðugur
ormur, ólíkur öllum þeim skepnum, sem guð hafði skapað mann-
fólkinu til nytsemdar og viðurværis. Enginn vissi um lengd hans
frá hausi til sporðs, en það höfðu menn fyrir satt, að tungan ein
væri mörg hundruð mílna löng. Hún var klofin að framan, eins og í
nöðru. Með henni gat hann, þegar hann reiddist, sópað heilum
borgum, skógum og fjöllum á haf út, svo að ekki sást örmull eftir.
En tungubroddunum beitti hann sem töngum, kramdi milli þeirra
stærstu hafskip líkt og mjúka bita, molaði sterkustu steinkastala
eins og eggskurn og sogaði niður í vömb sína hverja lifandi veru,
sem í þeim var.
Þegar þessi ægilegi ormur lagðist einhvers staðar að landi, urðu
íbúarnir að sjá honum fyrir æti, því að öðrum kosti var hann vís
til þess að eyða byggðinni með tungunni eða blása eitri og eimyrju,
svo að allur gróður visnaði og menn og skepnur hryndu niður af
hungri og drepsóttum. Hann var bæði ger og matvandur. Það var
vandi hans, þar sem hann hafði gert sig heimakominn, að snúa
kjaftinum upp að ströndinni á hverjum laugardagsmorgni um sólar-
upprás og geispa sjö sinnum. Þá var landsmönnum nauðugur einn
kostur, ef ekki átti verr að fara, að færa honum sjö yngismeyjar,
sem hann hafði scr að hnossgæti.
Nú er frá því að segja, að einu sinni hafði þessi jörmungandur
lagzt á ríki Skotakonungs, og varð þar, eins og annars staðar, að
skammta honum sjö ungmeyjar um hverja helgi. Var hryggilegt að
heyra óp og kveinstafi þessara vesalings stúlkna, þegar þeim var
Goðasteinn
3