Goðasteinn - 01.09.1965, Page 6

Goðasteinn - 01.09.1965, Page 6
kastað í gin ókindarinnar, og auk þess var ekki annað sýnna en landið yrði kvennalaust, ef þessu héldi áfram. Loks tóku menn það til bragðs að leita frétta af gamalli spákonu, hvort nokkur leið væri að losna við þennan ófögnuð. Völvan kvað ekki ncma citt ráð til bjargar: Ef orminum væri færð sjálf kóngsdóttirin, mundi hann hverfa á brott og aldrei koma aftur. Þegar konungur heyrði þessi tíðindi, varð hann miklum harmi lostinn, því að mærin var cinkabarn og átti að erfa ríkið eftir hans dag. En hér var ekkert undanfæri, ef forða skyldi lýð og landi frá tortímingu. Konungur bað einungis um tíu vikna frest, áður en hann framseldi dóttur sína. Lét hann það boð út ganga víða um lönd, að hver sá maður, sem unnið gæti orminn, skyldi að launum hljóta kóngsdótturina og hálft ríkið þegar í stað, en allt eftir sinn dag. En svo leið vika eftir viku, að enginn gaf sig fram til þess að freista þessa stórvirkis. Það var ekki fyrr en á síðasta degi hinnar tíundu viku, sem garpur einn úr fjarlægu landi kom á vettvang. Of langt yrði hér upp að telja fyrri afreksverk hans eða lýsa farkosti hans og her- tygjum. En af viðureign hans við orminn er það skemmst að segja, að hann reri skipi sínu beinleiðis inn í gínandi gap óvættarinnar og alla leið niður í kviðinn. Þar bar hann eld að lifrinni og komst síðan út aftur, sömu leið, heill á húfi. Gekk hann að eiga kóngs- dóttur, og lifðu þau vel og lengi. En þá víkur sögunni að orminum. Lifur hans var svo bráðfeit, að í henni kviknaði þegar óslökkvandi bál. Ormurinn engdist sundur og saman af óþolandi iðrakvölum, og lá því nærri, að jörðin sporreistist af umbrotum hans. Hann slæmdi tungunni upp til himins og greip um neðra horn mánans með broddunum, en til allrar hamingju var það svo afsleppt, að það skrapp úr tönginni. En þegar tungan féll til jarðar aftur, léku öll lönd á reiðiskjálfi, og þar sem hún kom niður, varð djúp laut, sem þegar fylltist af sjó. Þá myndaðist flói sá, sem skilur síðan Danmörku frá Noregi og Svíþjóð, og er svo sagt, að enn sjái fyrir botni hans tvo firði eftir kvíslir ormstungunnar. Og áfram hélt ferlíkið að brölta í harmkvælum sínum, teygja hausinn hátt í loft upp og láta hann detta í sjóinn, svo að kenndi grunns. Við þessar hamfarir fóru tennurnar að hrökkva úr skoltunum. Af þeim mynduðust fyrst Orkn- 4 Goðasteinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.