Goðasteinn - 01.09.1965, Side 21

Goðasteinn - 01.09.1965, Side 21
og Ingveldur. Magnús kvæntist enn Jarþrúði Bjarnadóttur b. á Fellsenda í Miðdölum, Sumarliðasonar, og k. h. Guðrúnar Guð- mundsdóttur á Felli í Kollafirði, Andréssonar. Hefur það líklega verið nálægt 1560. Börn þeirra voru Jón yngri lögréttum. í Hróars- holti í Flóa, Guðmundur b. í Háfi í Holtum og Ingibjörg. Jarþrúður giftist að Magnúsi látnum, líkl. um 1575, Hinrik Gerkens klaustur- haldara á Þingeyrum og loks í þriðja sinn, að Hinriki látnum, Nikulási sýslumanni á Seljalandi, Björnssyni. MAGNÚS MAGNÚSSON mun vera fæddur 1471 eða 1472. I reikningi um nokkrar fjárheimtur Skálholtsstaðar frá 1497 er þess getið, að Magnús Magnússon hafi lofað Stefáni biskupi að gjalda honum 16 hundruð í jörðinni Brekk- ur í Gunnarsholtskirkjusókn og 6 aurum betur og 4 hundraðs hest- um í sektir þær, sem biskupinn átti hjá honum, og að Einar Eyjólfs- son bróðir Magnúsar hafi gengið í ábyrgð fyrir þessum peningum við biskup. *) 25. maí 1500, á Krossi í Landeyjum, fékk Magnús Magnússon síra Jóni Gíslasyni jörðina Vindás í Hvolhreppi, sem hann hafði eignazt eftir móður sína, í andvirði þess, sem hann hafði lofað síra Jóni vegna Gríms Jónssonar. 30. júlí 1508, í Einars- höfn á Eyrarbakka, seldi Magnús Magnússon síra Ögmundi Páls- syni hálfa jörðina Ey í Vestur-Landeyjum fyrir 21 hundrað í þarf- legum peningum. Síra Ögmundur skyldi greiða 17 hundruð af þessu fé Stefáni biskupi, en Magnús áskildi sér frítt far til Noregs hjá síra Ögmundi og aftur til íslands og mat og drykk ókeypis meðan hann væri á ferðinni og með síra Ögmundi í Noregi. Hér er án efa um Magnús frá Krossi að ræða.io. október 1525 gekk dómur nefndur af Ögmundi biskupi um það, að biskupinn kærði til Guðmundar Jónssonar, að hann héldi þau 10 hundruð í jörðinni Bryggjum, sem Helgi heitinn Oddsson setti fyrir innistæðunni á Völlum á Landi þegar hann hafði jarðaskipti við Magnús heitinn Magnússon. Guð- mundur var dæmdur til að leggja aftur þau 10 hundruð, sem kirkjan á Völlum átti í Bryggjum, en af erfingjum Magnúsar Magnússonar var dæmd einföld landsskyld eftir þessi 10 hundruð á hverju ári, 1) D. I. VII, 375-377, Goðasteinn 19
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.