Goðasteinn - 01.09.1965, Síða 28

Goðasteinn - 01.09.1965, Síða 28
sig á síðasta þriðjungi 8. aldar, komu suðurmörk Danaríkis fyrst í snertingu við kristið stórveldi. Karl keisari mikli lagði undir sig landið til Saxelfar og var þá skammt eftir til dönsku landamær- anna við Egðu. f Danmörk ríkti, um þessar mundir Guðráður konungur. Hefur honum ekki litizt á framsókn Franka og tók upp úr aldamótunum 800 að safna liði við suður landamærin. Árið 808 réðst hann á bandamenn keisarans, hina vindsku Abodrita, eyði- lagði kaupstað þeirra, Rerik, þar sem nú stendur Wismar, og flutti kaupmennina þaðan norður til Slýþorps, þar sem síðar varð Slésvík. Hcfur hann þar með viljað tryggja sér hlut í verzlun þeirri, er fram fór um Jótlandsskagann með því að færa verzlunarleiðina frá Sax- elfi og Rerik til Egðu og Slésvíkur. Að vísu tóku Danir lítinn þátt í verzlun þessari, er mcst var í höndum Frísa, en að hún færi um danskt land gat bæði verið til hagnaðar og hagræðis og sýnir vel framsýni konungs. Sama ár sem Danir unnu Abodrita segir Einhart, annálaritari Karls mikla, að Guðráður hafi byrjað á byggingu garðs eins mikils á suðurmörkum ríkis síns og er þar upphafið að svo nefndum Dana- virkjum, er enn sér af miklar rústir. Af þessum aðgerðum er full- ijóst, að Guðráður hefur viljað loka landi sínu fyrir öllum áhrifum að sunnan, hvort sem þau voru stjórnmálalegs eða trúarlegs eðlis. Síðustu ár sín rak Guðráður margvíslegan skæruhernað gegn yfir- ráðum Karls keisara, sunnan Danmerkur, og gekk svo vel fram, að Frankar reyndu ekki í hans tíð að leggja til atlögu við Dani, hvorki hernaðarlega né í nafni trúarinnar. Guðráður konungur var myrtur árið 810, og komst þá til valda um skeið bróðursonur hans. Hann reyndi að jafna ágreiningsmál Dana og Franka, en tókst ekki og jókst deilan brátt, því að báðir eignuðu sér landið milli Saxelfar og Egðu, er síðar nefndist Holt- setaland. En Danir gátu illa beitt sér í ófriði við Franka, því að deilur miklar risu milli tveggja konungsætta um völdin heima fyrir. Deildu synir Guðráðar þar við frænda sinn, Harald klak, er einnig vildi vera konungur. Haraldur, sem var veikari aðilinn, leit- aði sér brátt trausts hjá Frönkum, og notfærðu þeir sér þessa nýju aðstöðu óspart og blönduðu sér í málefni Dana. Guðráðarsynir hröktu Harald að síðustu úr landi, en hann flúði á náðir Franka .26 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.