Goðasteinn - 01.09.1965, Side 35

Goðasteinn - 01.09.1965, Side 35
var erkistóllinn þar æ síðan en oft kenndur við báðar borgirnar, Hamborg og Bremen. I ævisögu Ansgars þakkar Rimbert Ebó sérstaklega stuðning við þessa nýskipan mála og segir þar, að er meira að segja Ansgar var tekinn að örvænta, hafi Ebó komið til hjálpar og fært allt til betri vegar. Hann hafði, er hér var komið, fengið uppreisn æru og sat sem biskup í Hildesheim frá 846. Ebó andaðist árið 851 og lifði nógu lengi til að sjá nokkuð af vonum sínum í sambandi við norrænt trúboð rætast. Eftir að Ansgar hafði setzt að í Bremen, bötnuðu mjög trúboðs- horfur í Danmörk. Gerði Ansgar þangað allmargar ferðir og mætti nú sem sendimaður hins þýzka konungs og sem slíkur var honum kleift að gefa Danakonungi og öðrum höfðingjum gjafir, svo sem nauðsynlegt var til að eignast vináttu þeirra. Ansgar tókst brátt að koma sér svo í mjúkinn hjá Háreki konungi, að hann leyfði honum að stofna kristinn söfnuð í Slésvík. En hugmyndinni um, að hann sjálfur tæki trú, vísaði konungur algjörlega á bug. Þó vildi hann gjarna verðskulda náð hjá Kristi, eins og það var orðað, og leiðin til þess, samkvæmt ráði Ansgars, var, að konungur leyfði að kirkja yrði reist í ríki hans, þar sem prestur gæti ætíð verið til staðar til að sá frjókornum hins guðlega orðs og veita náð skírnar- innar hverjum, sem við vildi taka. Sennilegt er, að fyrsta kirkjan á d.anskri grund, hafi verið reist í Slésvík árið 850. Ansgar kostaði smíði hennar, en konungurinn lét reisa bústað yfir kirkjuprestinn á sinn kostnað. Söfnuðurinn í Slés- vík varð nú allfjölmennur og komu ekki aðeins í hann útlendir kaupmenn og herteknir þrælar, heldur og Danir þeir, er áður höfðu verið skírðir suður í Hamborg eða Dorestað. Hin íburðarmikla guðsþjónusta hafði og mikið aðdráttarafl fyrir heiðingja, en enginn fékk aðgang að henni, sem ekki hafði verið prímsigndur, og varð það atriði til að flýta fyrir því, að margir sögðu skilið við heiðnina. Allmargir, sem kristni tóku, frestuðu að ganga undir skírn, þar til rétt fyrir andlátið. Var það vegna hinnar útbreiddu trúar í þá daga, að úr skírninni gætu menn gengið rakleitt, hreinir og flekk- lausir, inn um dyrnar til hins eilífa lífs. Goðasteinn 33
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.